Orð og tunga - 01.06.2013, Page 51
Þórdís Úlfarsdóttir
ISLEX - norræn margmála orðabók
1 Inngangur
islex er samnorrænt, rafrænt orðabókarverk sem er unnið hjá orð-
fræðisviði Stofnunar Arna Magnússonar í íslenskum fræðum (SA)
(áður Orðabók Háskólans) í samstarfi við fjórar aðrar háskóla- og
fræðastofnanir á Norðurlöndum, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og
Færeyjum. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Det Danske Sprog- og Lit-
teraturselskab (DSL) í Kaupmannahöfn, Institutt for lingvistiske, litter-
ære og estetiske studier við Háskólann í Bergen, Institutionenför svenska
sprdket við háskólann í Gautaborg og Fróðskaparsetur Foroya í Þórs-
höfn.
islex er veforðabók milli íslensku og fimm annarra norrænna
mála. Hún hefur að geyma tæplega 50.000 íslensk uppflettiorð en
markmálin eru danska, norska (bókmál og nýnorska), sænska og
færeyska. islex er eina norræna orðabókin hingað til sem sam-
einar svo mörg mál í einu verki. Hún er fyrst og fremst orðabók
yfir nútíinaíslensku og taka uppflettiorð, notkunardæmi og orða-
sambönd einkum mið af málnotkun samtímans. Verkinu er ætlað
að svara brýnni þörf fyrir handhægar orðabækur milli íslensku
og hinna norrænu málanna þar sem þær bækur sem til eru hafa
flestar úrelst og uppfylla ekki lengur kröfur tímans. En um leið er
markmið aðstandenda verkefnisins að búa til fjölþætta, nýstárlega
og vandaða orðabók sem nýst getur sem flestum, Islendingum og
útlendingum, tungumálanemendum, kennurum og þýðendum,
og raunar öllum þeim sem þörf hafa fyrir slíkt verk. Vinnan við
verkið stóð að mestu leyti yfir á árunum 2006-2011 og var islex
Orð og tunga 15 (2013), 41-71. © Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
Reykjavík.