Orð og tunga - 01.06.2013, Page 53
Þórdís Úlfarsdóttir: islex - norræn margmála orðabók
43
í kjölfarið lýstu fulltrúar frá Det Danske Sprog- og Litteraturselskab (DSL)
yfir vilja sínum til þess að taka þátt í islex með dönsku sem markmál.
Eftir frekari viðræður varð það úr að DSL sótti um fjárveitingu til að
geta hafið verkið, og fékkst hún. Þar með voru fjögur lönd orðin aðilar
að verkefninu.
Þátttaka Færeyja kom til sögunnar í ársbyrjun 2011 en þá var verkið
komið langt á veg í hinum löndunum.
Hvert land hefur séð um kostnaðarhliðina við sitt tungumál. Verk-
ið hefur að mestu verið fjármagnað með opinberu fé í öllum þátttöku-
löndunum, auk styrkja úr samnorrænum og öðrum sjóðum.
3 Rafræn orðabók
Þegar byrjað var á verkefninu höfðu runnið upp nýir tímar í íslenskri
orðabókargerð, tölvutæknin var stöðugt í þróun og ekki síst hafði
veraldarvefurinn og allt umhverfi hans tekið stórfelldum framförum
á liðnum áratug. A fáum árum höfðu einnig kröfur umhverfisins
aukist um að sem mest af upplýsingum væru aðgengilegar á vefnum,
gjarnan ókeypis. Það er ekki að öllu leyti einfalt í orðabókarvinnu
að svara þessum kröfum vegna þess að hvort sem birtingarformið
er rafrænt eða ekki er starfið í eðli sínu afar seinlegt, og hætt er við
að tæknileg framsetning sem hönnuð er utan um orðabókarverk
snemma á ferli þess verði óþægilega fljótt úrelt eða gamaldags. Reynt
hefur verið að mæta þessum vanda í islex með því að endurbæta
og byggja utan á gagnagrunn og notendaviðmót orðabókarinnar eftir
því sem aðstæður og fjárhagur hafa leyft.
iSLEX-orðabókin er aðeins til sem rafrænt verk en hún var frá upp-
hafi ætluð til birtingar á vefnum. Að sumu leyti gilda önnur lögmál
um rafræna orðabók en prentaða bók. Rafrænt verk býður upp á
meiri hraða í upplýsingaöflun, meira myndefni, hreyfimyndir og
hljóð, tengla innan verksins og út fyrir það (í aðrar vefsíður). Einnig
hefur rafræn bók þann kost að stöðugt er hægt að gera endurbætur
og breytingar sem skila sér strax til notandans. Rafræn bók hefur enn-
fremur möguleika á miklu meiri útbreiðslu en prentuð bók. En fyrir
utan sjálfa orðabókina hefur starfið við islex skilað dýrmætu gagna-
safni með skipulegum upplýsingum um vensl norrænna tungumála
sem nýta má í öðrum tilgangi, bæði hagnýtum og fræðilegum.
iSLEX-verkefnið er unnið í sérsmíðuðum gagnagrunni með viðmót
fyrir vefbirtingu og er tölvukerfið rekið hjá SA. Sérstakt viðmót er