Orð og tunga - 01.06.2013, Síða 55
Þórdís Úlfarsdóttir: islex - norræn margmála orðabók
45
grein no kvk
—» BFYGING
1
(= trjágrein)
langur, trékenndur útvöxtur á tré, trjágrein
2
(= ritsmiö)
ritsmíö, lítil ritgerð, eínkum í blaöi eöa tímariti, sem fjallar
um tiltekið efni
grein um bókmenntir
3
(= námsgrein)
nám, kennsla og fræði um tiltekiö efni, námsgrein, fag
hún var hæst í þremur greinum á lokaprófinu
4
(= lagagrein o.þ.h.)
eitt atriði í lista meö samfelldum texta, t.d. í reglugeröum
og lögum (lagagrein)
20. grein fjallar um tollamál
gera grein fyrir <málinu>
útskýra <máliö>
gera sér grein fyrir <ástandinu>
skilja og þekkja ástandiö
taka <afsökunina> til greina
samþykkja <afsökunina>_______________________
Mynd 1. Uppflettiorðið grein. Búiðer að vinnn orðiðd íslensku en engar þýðingar eru komnar
inn. Flettnn er ífjórum merkingarliðum og eru íslenskar skýringar við þá alla. Notkunardæmi
eru í lið 2, 3 og 4. Fyrir neðan strikið eru orðasambönd sem einnig eru skýrð á íslensku.
Ekki er farið eftir stafrófsröð í vinnu við flettugreinarnar heldur er
að langmestu leyti unnið eftir merkingarflokkum (því er nánar lýst í
kafla 5.6). Stærstu orðflokkarnir þrír, nafnorð, lýsingarorð og sagnir,
hafa nær eingöngu verið unnir á þann hátt og auk þess stór hluti
atviksorða. Þannig hafa t.d. öll orð innan merkingarflokksins dýr eða
lögfræði verið unnin í einu. Með því að vinna eftir merkingarflokkum
fæst mun betra samræmi í framsetningu orðabókarinnar.2 Aðrir orð-
flokkar, fornöfn, forsetningar og samtengingar (þ.e. kerfisorð eða
málfræðileg orð), hafa þó að mestu verið unnir sem ein heild, enda
eru þeir orðflokkar tiltölulega litlir.
Af öðrum verkþáttum má nefna umræður og samvinnu um flókin og
vandmeðfarin orð og gagnrýninn yfirlestur á notkunardæmum sem aðrir
ritstjórar hafa búið til. Loks hefur ætíð þurft að sinna samskiptum við
samstarfsmennina á hinum Norðurlöndunum, bregðast við spurningum
og ábendingum og leysa úr ýmsum málum sem upp hafa komið.
2 I eldri útgáfum af íslenskri orðabók (t.d. 2. útg. 1993) er víða afar mikið ósamræmi í
skýringum á merkingarskyldum flettum þar sem langt er á milli þeirra í stafrófinu, sbr. t.d.
skýringarnar á orðunum harðsjóða og linsjóða.