Orð og tunga - 01.06.2013, Síða 56

Orð og tunga - 01.06.2013, Síða 56
46 Orð og tunga 4.2 Verklag í Skandinavíu Fjórar ritstjórnir markmálanna starfa við iSLEX-orðabókina í Skandi- navíu. Starf þeirra er einkum fólgið í því að þýða íslenska efnið (upp- flettiorð, orðastæður, orðasambönd og notkunardæmi) yfir á sitt eigið mál, dönsku, norsku (bókmál og nýnorsku), sænsku og færeysku, og bæta við frekari upplýsingum eða skýringum þar sem þörf krefur. I Bergen þýðir sami ritstjórinn ætíð bæði á norskt bókmál og nýnorsku. Eins og ritstjórarnir við íslenska hluta verkefnisins hafa kollegar þeirra í Skandinavíu tekið mið af merkingarflokkunum í þýðingum sínum. Þetta fyrirkomulag tryggir betra samræmi í frágangi greinanna en einnig fær þýðandinn víðari yfirsýn yfir úrval orða innan tiltekins merkingarsviðs sem hann á kost á að nota þegar hann þarf að velja sem nákvæmast jafnheiti við íslenska orðið. Þótt ekki sé unnið eftir stafrófsröð geta þýðendur hvers tungumáls ávallt séð á hvaða stigi tiltekið uppflettiorð er í vinnslunni þar sem merkt er í sérstakan reit (sem ber vinnuheitið „stig") þegar béiið er að vinna flettugreinina. Ef orð er t.d. fullþýtt á dönsku er sett merki um það í reitinn og þurfa þá ritstjórar danska hlutans ekki að koma aftur að því orði í bráð. Ritstjórar markmálanna hafa tekið virkan þátt í uppbyggingu iSLEX-orðabókarinnar og veitt ritstjórninni á Islandi mikilvægt aðhald og er þar því um að ræða ákveðið gæðaeftirlit. Þýðendur hafa m.a. oft komið með tillögur að nýjum uppflettiorðum eða merkingarliðum, þeir hafa óskað eftir að sett yrði inn notkunardæmi við ákveðin orð og lagt til breytingar á dæmum sem þeir hafa talið ófullnægjandi. Einnig hafa þeir komið auga á efnislegar og kerfislegar misfellur, bæði hverjir hjá öðrum og í íslenska hluta verksins. 4.3 Samskipti Þar sem unnið er við iSLEX-orðabókina í mörgum löndum samtímis er algerlega nauðsynlegt að samskipti milli manna geti farið fram á skjótan og þægilegan hátt. Nú eru til ótal samskiptaleiðir um rafræna miðla svo að það hefur ekki háð verkefninu þótt langt sé á milli þátttakenda landfræðilega séð. Dagleg samskipti hafa að miklu leyti farið fram um tölvupóst en einnig er notast við sérstakt skilaboðakerfi sem er hluti af vinnuumhverfi gagnagrunnsins. I tengslum við islex- verkefnið var auk þess búin til sérstök lokuð vefsíða (forum-síða) þar sem birtar eru upplýsingar um merkingarflokka sem eru tilbúnir frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.