Orð og tunga - 01.06.2013, Page 64
54
Orð og tunga
stöðu og atviksorð í setningum. Þau fá orðflokksmerkinguna ao. Sama
gildir um fleiryrta nafnliði (nefndir no) og lýsingarorðsliði (lo), en
fleiryrtar samtengingar eiga sér lengri hefð í málinu og jafnvel sam-
settar forsetningar.
I islex eru alls um 860 uppflettiorð fleiryrtar einingar, og er með
þessu farið nokkuð út fyrir hefðina í orðabókum. Hugmyndina að því
að taka með svo margar fleiryrtar flettur í islex má að miklu leyti rekja
til verkefnisins Islenskt orðanet (www.ordanet.is), sem unnið hefur ver-
ið að hjá SA frá árinu 2004 undir stjórn Jóns Hilmars Jónssonar. Flest
fleiryrtra atviksorða í islex eiga uppruna sinn í því verkefni (sjá Jón
Hilmar Jónsson 2009:165-170 og 2012).
Nokkur rök eru með því að hafa fleiryrt uppflettiorð í orðabók-
inni:
• Fleiryrt sambönd geta oft staðið jafnfætis stökum orðum sem
sjálfstæðar, merkingarbærar einingar. I tvímála samhengi vill
svo til að margar fleiryrtar einingar eiga sér einyrt jafnheiti á
öðrum málum. Dæmi um það er atviksorðið allt íeinu sem á sér
danska jafnheitið pludselig og nýnorska jafnheitið plutseleg; að
innanverðu á sænska jafnheitið invdndigt og aftan frá samsvarar
sænsku bakifrdn. (Þetta á raunar ekki aðeins við milli tungumála
heldur á t.d. þríyrta íslenska sambandið allt í einu sér einyrta
samheitið skyndilega.)
• Mörg slík sambönd eru ákaflega algeng í málinu. Aðgangur
að þeim í hefðbundnum orðabókum er oft óskýr og ógreiður
og þau vilja oft týnast inni í greinunum. Það er þægilegt fyrir
notandann að geta gengið beint að þeim.
• Sum orð eru ýmist rituð í einu orði eða tveimur: ýmiss konar eða
ýmiskonar, sums staðareða sumstaðar, báðum megin eða báðumegin.
Spyrja má hvort eðlilegt sé að stafsetning ráði því hvernig orði
er komið fyrir í orðabók og með hvaða orðflokksmerkimiða. í
islex eru tekin með bæði ritform slíkra uppflettiorða og vísað
á milli, en orðflokkurinn er hafður sá sami hvort sem rituð
eru eitt orð eða tvö. Þannig eru bæði sums staðar og sumstaðar
greind sem atviksorð.
Við þetta má bæta að orðasambönd í iSLEX-orðabókinni þar sem kjarn-
inn er nafnorð (fara áfætur, lmfa hjartað á réttum stað, taka til hendinni)
eða lýsingarorð (fá sér einn gráan, vera harður af sér) eru að jafnaði
tilfærð undir kjarnaorðunum en ekki sem sjálfstæðar flettur. Að þessu
leyti er farin leið hefðbundinna orðabóka.