Orð og tunga - 01.06.2013, Page 68
58
Orð og tunga
ritstjórnarvinnuna og eru ekki sýnilegir notendum. Flokkarnir bjóða
þó upp á ýmsa möguleika til frekari birtingar á orðabókarefninu, t.d.
væri með áframhaldandi þróun hægt að nota þá til að útbúa samheita-
og skyldheitabálka innan orðaforðans.
Merkingarflokkarnir eru hópar merkingarskyldra orða sem eru
allbreytilegir að stærð. Þeir geta verið fáein orð upp í að vera mörg
hundruð, en dæmigerður merkingarflokkur er nokkrir tugir orða.
Dæmi um merkingarflokka eru dýr, fatnaður, húsbúnaður, bílar
(mest hlutbundin nafnorð); hljóð, óveður, samkoma, þjóðarheiti,
STAÐARHEITI, STARFSHEITI, ÆTTARTENGSL (Óhlutbundnari Orð); EFNA-
FRÆÐI, JARÐFRÆÐI, LÍFFRÆÐI, LÆKNISFRÆÐI, MÁLFRÆÐI, STÆRÐFRÆÐI
(sérsvið innan orðaforðans). Aberandi merkingarflokkar meðal
lýsingarorða eru aldur, ánægja, ástand, dugleysi, fjárhagur,
heilsa, holdafar, litur, lögun og útlit. Merkingarflokkar sagna
eru t.d. BREYTING, DAUÐI, DVÖL, HREYFING, SNERTING, SVEFN, ÚRKOMA
og vindur. Merkingarsviðin skarast mjög víða, t.d. tilheyrir orðið gul-
rót bæði flokknum gras og matur, og kennari er bæði í flokkunum
STARFSHEITI Og SKÓLI.
Til að gefa skýrari mynd af þessu má taka tvö dæmi um orðahópa
sem tilheyra sama merkingarflokknum. I flokknum stjórnarfar eru
einkum nafnorð, m.a.
alræði, bananalýðveldi, einræði, einræðisríki, einveldi, flokksveldi,
flokksræði, fulltrúalýðræði, harðstjórn, hægristjórn, konungdæmi,
lénsskipulag, lögregluríki, ógnarstjórn, skrifræði, vmstristjórn,
þingkjörinn, þjóðveldi
I flokknum ganga/göngulag eru sagnir mest áberandi, m.a.
arka, feta, ganga, haltra, hökta, kjaga, keifa, labb, labba, léttstígur,
læðast, lötra, marsera, paufast, plampa, rangla, ráf ráfa, ráp, rápa,
reika, rölta, silalegur, skálma, skjögra, slaga, spígspora, staidast,
stjákl, stjákla, stórstígur, storma, strunsa, tipla, trítla, tölta, þung-
stígur
Með því að einbeita sér að einum merkingarflokki í einu fær ritstjórinn
yfirsýn yfir heilt svið orðaforðans, og hefur það reynst heppilegri
aðferð en að vinna fletturnar eftir stafrófsröð.
5.7 Myndir og hljóð
Fjöldinn allur af myndum eru í islex. Þeim er ætlað að vera til prýði