Orð og tunga - 01.06.2013, Page 69
Þórdís Úlfarsdóttir: islex - norræn margmála orðabók
59
og gleði en þær hafa einnig víðtækara hlutverk. Mynd getur skýrt
merkingu sumra orða betur en hægt er að gera með orðum (blævængur\
glerangu, íkorni, skæri, tannhjól, tvinnakefli, þvottaklemma), og stundum er
hentugt að hafa myndir til að greina í sundur mismunandi merkingar
orða, séu þær fleiri en ein. Myndirnar gera auk þess orðabókina
meira aðlaðandi í augum notenda. í islex eru um 3200 ljósmyndir
og teikningar úr ýmsum áttum. Þar af eru um 700 myndir eftir Jón
Baldur Hlíðberg af fyrirbærum úr ríki náttúrunnar: plöntum, fuglum,
fiskum og fleiri dýrum.
Mynd 6. Myndskreytingar með dýrum ogplöntum eftir Jón Baldur Hlíðberg.
Framburður uppflettiorða í islex er gefinn með hljóðdæmum en ekki
með hljóðritunartáknum. Hægt er að smella á hljóðtengil til þess að
hlusta á orðið með eðlilegum íslenskum framburði.3 Sum orð eru
þannig að málhljóð þeirra eru breytileg eftir beygingarmynd (t.d.
dagur - degi, saga-sagna, trefill - treflar), og í slíkum tilvikum er ætlunin
að hafa ekki aðeins hljóðdæmi með grunnformi orðsins heldur valdar
orðmyndir þar sem tilbrigði í framburði koma fram.
5.8 Markmálin
Markmálin í iSLEX-orðabókinni eru danska, norsktbókmál, nýnorska,
sænska og færeyska eins og áður segir. Hér verða markmálunum
ekki gerð tæmandi skil en aðeins nefnd nokkur atriði (sjá nánar
Aldísi Sigurðardóttur et al. 2008:784-786 og Margunn Rauset et al.
2012).
í hverju markmálslandi hafa að jafnaði starfað 1-4 ritstjórar, þ.e.
þýðendur. iSLEX-orðabókin gerir miklar kröfur til þeirra. Þýðendurnir
þurfa að vera mjög vel að sér bæði í íslensku og markmálinu,
þeir þurfa að vera næmir á báðar tungurnar og fundvísir á réttu
jafnheitin við íslensku fletturnar. Bakgrunnur þýðenda islex er mjög
mismunandi. Sumir þeirra eru Islendingar, aðrir Skandínavar, nokkrir
eru af blönduðu þjóðerni. Sumir Skandínavanna hafa starfað sem
sendikennarar um tíma á Islandi og kennt móðurmál sitt við Háskóla
3 Þegar þetta er ritað er þessi verkþáttur enn á vinnslustigi.