Orð og tunga - 01.06.2013, Page 70
60 Orð og tunga
Islands og lært íslensku í leiðinni. Aðrir eru Islendingar sem hafa búið
áratugum saman í einhverju öðru Norðurlandanna.
5.8.1 Þýðingarnar: helstu áskoranir
Starf þýðandans er að finna og skrá á sínu tungumáli sem nákvæmust
jafnheiti við íslensku uppflettiorðin, í öllum merkingarliðum þegar
þeir eru fleiri en einn. Einnig þarf að þýða orðastæður, orðasambönd
og notkunardæmi. Víða þarf að bæta frekari upplýsingum við jafn-
heitin sem valin eru til nánari skýringar.
Engin sérstök regla gildir um það í hvaða röð markmálin koma
inn í gagnagrunninn. Stundum geta sænskar þýðingar orðið fyrstar,
stundum þær dönsku o.s.frv. Markmálin styðja hvert annað í mörg-
um tilfellum en þau geta líka haft truflandi áhrif hvert á annað við
þýðingarnar. I vinnuumhverfi gagnagrunnsins blasa öll málin sam-
tímis við ritstjórunum. Þá getur komið sér vel fyrir þýðandann að horfa
á notendaviðmót orðabókarinnar, en þar er hægt að sjá eitt tungumál
í einu án áreitis frá hinum málunum. Oft finnst þýðendunum gott að
koma að hreinni og ósnertri flettu en í öðrum tilvikum geta þeir nýtt
sér rannsóknarvinnu annars þýðanda ef hann hefur orðið á undan til
þess að þýða t.d. viss fræðiorð á sitt mál. Mörg fræðiorð og alþjóðleg
orð eru að stofni til eins á norðurlandamálunum öðrum en íslensku
(og e.t.v. færeysku), t.d. er orðið veðurfræði nefnt meteorologi á dönsku,
norsku og sænsku, og hnattvæðing er globalisering á hinum málunum.
Norrænu tungumálin eru oft sviplík en stundum standast þau
ekki á. Það kemur fyrir að sum málin eiga jafnheiti við íslenska orðið
á meðan önnur þurfa að grípa til skýringa:
afréttur no kk
Norska: beite, fjellbeite
Danska: græsgang (i vildmarken; fælles græsning for et omrádes
fárehold)
Færeyska: fjallhagi
Oft koma upp slík tilfelli þar sem er aðeins í sumum málunum hægt
að þýða beint með orði á móti orði. Afréttur er fyrirbæri sem þarfnast
lengri útskýringar á dönsku, væntanlega vegna þess að landslag og
landshættir í Danmörku eru þess eðlis að nákvæmlega sambærilegt
hugtak fyrirfinnst ekki í dönsku. Danska þýðingin verður því útskýr-
ingarkennd. Aftur á móti er afréttur til í Noregi og Færeyjum líkt og á
Islandi og þar getur þýðandinn fært inn jafnheiti á sínu máli.