Orð og tunga - 01.06.2013, Page 71
Þórdís Úlfarsdóttir: islex - norræn margmála orðabók
61
Sveitungi er orð þar sem jafnheiti er til á norsku en ekki á dönsku
og sænsku:
sveitungi no kk
Norska: sambygding
Danska: person som er fra samme omráde som nogen
Sænska: person som dr frán samma ort eller trakt som angiven
person
Sumt er vandasamara en annað í þýðingum á efninu í islex. Fag-
orðaforði íslenskunnar, þ.e. orð sem heyra til sérsviðum, getur verið
mjög erfiður viðureignar fyrir þýðendurna og í sumum löndunum
hafa þeir fengið aðstoð fræðimanna við þann orðaforða. Sum orð
innan sérsviða eins og bragfræði, jarðfræði og lögfræði geta verið
illskiljanleg mörgum íslenskum málnotendum og er ekki erfitt að
gera sér í hugarlund hve tímafrekt getur verið að þýða þau á önnur
mál, sérstaklega þar sem handbækur um þessi fög með erlendum
atriðisorðum eru ekki ýkja margar.
Enda þótt leitast hafi verið við að hafa málsnið notkunardæmanna
í islex sem hlutlausast hefur einn þýðendanna getið um gildru sem
auðvelt er að falla í við þýðingarnar og sem þurfi að varast, en það er
að íslenskan virkar oft fremur hátíðleg á Skandínava. Það getur bæði
átt við um einstök orð og byggingu setninga, og það þarf að gæta þess
að hafa þýðingarnar ekki í of hátíðlegum stíl þar sem það á ekki við.
5.8.2 Upplýsingar um jafnheitin
Þegar tvö eða fleiri erlend jafnheiti eru valin sem þýðing við tiltekið
íslenskt orð er oft bætt við fróðleik um rétta notkun hvers jafnheitis.
Þetta kemur sér vel fyrir þá málnotendur sem hafa það markmál ekki
að móðurmáli. Sænsku þýðingarnar á so. rymja og no. fimmkall lýsa
þessu:
rymja, v: bröla (om tjur), ráma (om ko), skria (om ásna)
fimmkall, n m\femma (om myntet); fem spdnn (om beloppet)
Orðið amma er ekki til í sænsku í sama skilningi og í íslensku, dönsku
og norsku. í sænsku þarf að taka fram hvort um er að ræða föðurömmu
eða móðurömmu:
amma no kvk
Danska: bedstemor
Norska: bestemor
Sænska: farmor (móðir fóður); mormor (móðir móður)