Orð og tunga - 01.06.2013, Page 75
Þórdís Úlfarsdóttir: islex - norræn margmála orðabók
65
• íslensku uppflettiorði
• orðmynd í íslensku (þ.e. hvaða beygingarmynd sem er af upp-
flettiorðunum)
• jafnheiti á völdu markmáli
Á mynd 14 hefur verið slegið inn orðið skál og vinstra megin á mynd-
inni sjást niðurstöður úr þeirri leit. I íslenskum notendaham er ætíð
leitað að jafnheitum í öllum markmálunum og því sjást margir tungu-
málafánar við orðin í listanum. Fyrsta orðið í listanum er skál, en
hún er uppflettiorð og fær því mest gildi í leitinni. Næsta orð er skal
sem er beygingarmynd af so. skulu. I þriðja sæti listans og niður úr
eru jafnheitin skal, skál og skál á fjórum málum. "Loðin leit" (e. fuzzy
search) er sjálfgild leitarhegðun. Með því er átt við að leyfð er ákveðin
ónákvæmni í innslætti til hagræðis fyrir notandann, og er þannig ekki
gerður greinarmunur á bókstöfunun a, á, á og á; d og ð eru jafngildir
stafir í leit o.s.frv.
Leitarniöurstööur fyrir 'skál' pcál_____________j Leita
, áfiéíáúýfeæöáðs ElókEiadieit
o skal no kvk
o skal = skulu so
o skal ‘S :z : börkur no kk
o skal CS : hisml no hk
o skal !S ':E 12 : hýöi no hk
o skal 12 S-S 12 : skel no kvk
o skal Í2 : skræl no hk
o skal !5 : skurn no kvk/hk
o skál !5 MI'IE !Z : dallur no kk
o skál !2 KE 12 : full no hk
o skál Í5 ME : matarílát no hk
o skál "Z I:2i !Z : skál no kvk
o skál !Z : ástæða no kvk
o skál 12 : orsök no kvk
o skál :Z : rök no hk ft
o skál !Z : röksemd no kvk
Mynd 14. Islenskt notendaviðmót islex. Leit að skál skilar mörgum ólíkum niðurstöðum,
fyrst uppflettiorðinu skál, svo orðmyndinni skal Ca/skulu) og því næst ýmsum jafnheitum
markmálanna. Hægra megin við tungumálafánana eru íslensku uppflettiorðin (feitletruð)
sem jafnheitin koma fyrir í.
Hægt er að leita að skandínavískum orðum sem ekki eru íslensk
uppflettiorð en óvíst er hvaða árangur slík leit ber. Mynd 15 sýnir
niðurstöðu leitar að orðinu monster í sænsku notendaviðmóti. Mons-
ter er hvorki til sem uppflettiorð né beygingarmynd, heldur eru í
niðurstöðulistanum flettur þar sem orðið kemur fyrir sem sænskt
jafnheiti. Neðsta orðið mönster finnst líka vegna þess að leitin er
loðin.