Orð og tunga - 01.06.2013, Síða 79
Þórdís Úlfarsdóttir: islex - norræn margmála orðabók
69
Fram kom að orðabókin hefur verið unnin af mörgum ritstjórnum
samtímis í mörgum löndum og hefur íslensk^ ritstjórnin leitt verkið.
Þetta verklag hefur óhjákvæmilega verið nokkuð þungt í vöfum og
gert samhæfingu orðabókarstarfsins allkrefjandi. Þrátt fyrir það hefur
starfið við islex almennt gengið greiðlega en svo margslungið verk-
efnið útheimtir talsverða lipurð í samskiptum, bæði á milli landa og
innan ritstjórnarhópanna innbyrðis. Einnig hefur þurft að halda mjög
vel á spöðunum varðandi nýtingu á sameiginlegum styrkjum sem
verkefnið hefur fengið, skipulag starfsins, skipulag funda o.s.frv.
iSLEX-orðabókin var opnuð almenningi þann 16. nóvember 2011,
á degi íslenskrar tungu. Viðtökur hennar hafa verið afar jákvæðar og
orðabókin fékk fljótt fjölmarga notendur. Verkinu var þó ekki full-
lokið þegar það var opnað, t.d. vantaði talsvert upp á að norsku þýð-
ingarnar væru tilbúnar, margar myndir vantaði og upptökur af fram-
burði orðanna voru ekki tilbúnar. Notendur hafa verið þolinmóðir
gagnvart þessum annmörkum enda kemur fram fyrirvari um slíkt á
vefsíðu orðabókarinnar þar sem segir frá því að efnið sem vantar sé á
leiðinni. Margir notendur hafa haft samband og lýst yfir ánægju sinni
með verkefnið, sem vonandi auðnast að vaxa áfram og dafna.
Heimildir
Aldís Sigurðardóttir, Anna Hannesdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Hákan Jansson, Lars
Trap-Jensen, Þórdís Ulfarsdóttir. 2008. ISLEX - An Icelandic-Scandinavian
Multilingual Online Dictionary. Proceedings oftheXIII Euralex Intemational Con-
gress, bls. 779-789. (Á geisladiski).
Beygingarlýsing íslensks nútímsmáls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum: http://bin.arnastofnun.is.
Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir. 2010. ISLEX - Islandsk-Skan-
dinavisk webordbog. Málfríður 2. tbl. 2010:11-15.
ISLEX-orðabókin. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: www.
islex.is, www.islex.dk,www.islex.no og www.islex.se.
Islensk orðabók. 1963. Ritstjóri Árni Böðvarsson. Reykjavík: Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs.
Islensk orðabók. 1993. 2. útg. aukin og bætt, 7. prentun. Ritstjóri Árni Böðvars-
son. Reykjavík: Mál og menning.
Islensk orðabók. 2007. 4. útg. Ritstjóri Mörður Árnason. Reykjavík: Edda.
Islenskt orðanet. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: www.orda-
net.is.
Islenskt textasafn. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: www.
lexis.hi.is/corpus/leit.pl.