Orð og tunga - 01.06.2013, Page 86
76
Orð og tunga
breytingar til þess að greina á milli ólíkra upplýsinga. Stundum eru
engar málfræðiupplýsingar, hvorki um viðfangs- né markmál eins og
lýsingarorðsflettan brúnn sýnir í (2):
(2) Flettan brúnn í ÍFO:
brúnn: brun; brúnn hestur: cheval noir.
Það er ljóst að IFO fullnægir ekki kröfum notenda á 21. öld þar sem
orðaforði, bæði viðfangsmálsins (íslensku)12 og markmálsins (frönsku),
hefur breyst mikið á undanförnum 60 árum auk þess sem aðstæður
til orðabókagerðar eru allt aðrar. Því verða íslenskir notendur sem
vilja tjá sig á frönsku oft að fara í gengum þriðja tungumálið, svo sem
ensku eða dönsku, og notast við til dæmis ensk-franska orðabók.
Þetta fyrirkomulag torveldar íslenskum nemendum í frönsku aðgang
að jafnheitum á frönsku þar sem þeir þurfa einnig að þekkja orðið
sem þeir leita að á ensku. Ef þeir þekkja það ekki þurfa þeir fyrst að
fletta upp í íslensk-enskri orðabók og því næst í ensk-franskri orðabók
og eykur slíkur tvíverknaður hættuna á því að merkingin sem leitað
var að týnist í þýðingu. Því er mikilvægt að orðabókanotendur hafi
aðgang að tvímála orðabókum á móðurmáli sínu þegar þeir leitast
við að tjá sig markvisst á erlendu máli.
3 Ný íslensk-frönsk orðabók
3.1 Hlutverk og notendur
Mikilvægt er að hafa í huga við gerð tvímála orðabókar hver ætla
megi að verði virkasti notendahópur hennar og hvaða tilgangi hún
eigi einkum að þjóna, hvort orðabókin eigi að gagnast notendum
við að skilja erlent mál, talað eða skrifað, eða hvort hún eigi að
nýtast þeim til að tjá sig á erlenda málinu. I fyrra tilfellinu er talað
um skilningsorðabækur eða L2->L1 orðabækur en í því síðara um
málbeitingarorðabækur eða L1->L2 orðabækur (Sanders 2005:41,
Marello 1996:34). „Ll" stendur fyrir móðurmál notandans en „L2"
stendur fyrir erlenda tungumálið.13
hvernig lýsingu hvers flettiorðs fyrir sig er háttað en með meginskipan (e. macro-
structure) er átt við ytri byggingu orðabókar (Jón Hilmar Jónsson 2005a: XIII).
12 Jafnframt er mikil áhersla á trúarlegan orðaforða í orðabókinni, t.d. má þar finna
nafnorðsfletturnar helgidagsbrot, kirkjumáldagi, kirkjusiðir, morguntíðir, passíusunnu-
dagur, þakkarguðsþjónusta o.s.frv.
13 „Ll" stendur fyrir „first language" og „L2" fyrir „second language".