Orð og tunga - 01.06.2013, Page 91

Orð og tunga - 01.06.2013, Page 91
Rósa Elín Davíðsdóttir: Hlutverk tvímála orðabóka 81 lenda uppflettiorðið (t.d. kyn, óreglulega fleirtölu, kennimyndir sagna, andlag sagna) og notkun þess (til dæmis um málsnið, orðastæður) en um jafnheitin á móðurmáli sínu og notkun þeirra. Að sama skapi þarfnast notandi sem hefur viðfangsmálið að móðurmáli og nálgast markmálið sem erlent mál (L1->L2 orðabók) ítarlegri upplýsingar um jafnheitin og notkun þeirra heldur en um flettiorðið og notkun þess (Svensén 2009:15). Ef íslensk-frönsk orðabók er einungis ætluð íslenskum notendum eru upplýsingar um setningagerð viðfangsmálsins (íslensku) óþarfar sem og upplýsingar um framburð og beygingu flettiorðanna. Aðal- atriðið er að notendur fái nægilegar upplýsingar um jafnheitin á er- lenda málinu og notkun þeirra því það er ekki nóg fyrir notandann að þekkja jafnheiti við tiltekið orð á markmálinu, hann verður líka að vita hvernig þau skuli notuð. Ef litið er aftur á lýsingarorðið brúnn og frönsk jafnheiti þess þá þarf íslenskur notandi til dæmis að vita að lýsingarorðið marron beygist ekki eftir kyni (ólíkt öðrum lýsingarorðum um liti) og fær yfirleitt ekki fleirtöluendinguna -s sem venjulega er bætt við nafnorð og lýsingarorð í fleirtölu. (I viðauka má sjá orðsgreinina brúnn í heild sinni). Jafnframt má sýna með notkunardæmi að lýsingarorð yfir liti svo sem brun og marron koma á eftir nafnorðinu sem þau lýsa, t.d. hún keypti brúna skó 'elle a acheté des chaussures marrons(s)'. 3.5 Áhrif útgáfuformsins og breytilegt notendaviðmót Lýsingin hér að framan hefur miðast við hefðbundnar prentaðar orða- bækur. í veforðabókum er orðabókartextinn hins vegar ekki fastur og óbreytanlegur og því má bæta jafnóðum við orðabókina. Jafnframt gefst meira rými fyrir skýringar og athugasemdir og þannig má ganga mun lengra en hingað til hefur verið gert hvað varðar upplýsingar um beygingu og setningarumhverfi flettiorðanna (Cartier 2000:139- 140). Áhrif útgáfuformsins eru því töluverð en vandinn er engu að síður sá að því lengra sem gengið er í því að auka við upplýsingar um markmálið fyrir þá notendur sem ekki hafa það að móðurmáli, þeim mun meira er um óþarfar upplýsingar fyrir þann sem hefur markmálið að móðurmáli (Hannay 2003:150). Of miklar upplýsingar á skjánum geta verið ruglandi fyrir notandann. í islex veforðabókinni er þetta leyst með því að sýna beygingarupplýsingar fyrir markmálin ef músarbendli er rennt yfir jafnheitið. Þar er jafnframt komið til móts við erlenda notendur með því að bjóða upp á tengingu við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.