Orð og tunga - 01.06.2013, Page 107
Guðrún Kvaran: Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar
97
spyr hvort eitt bindi muni virkilega nægja fyrir svo umfangsmikið
verk (Briefwechsel 1885:309-311).
Sama ár og Konráð sendi sýnishornið til Jakobs Grimm kröfðust
erfingjar Cleasbys að fá handritið sent til Englands. Þeir gáfu það Ox-
fordháskóla og kom það síðar í hlut George Webbe Dasents og Guð-
brands Vigfússonar að búa verkið til útgáfu. Konráðs var að engu
getið í fyrstu útgáfu orðabókarinnar sem kom út í heftum í Oxford
1869-1874. Hlutur Konráðs og annarra Islendinga, sem unnið höfðu
að bókinni, var réttur þegar Sir William Craigie kom að annarri útgáfu
(Cleasby-Vigfússon 1957:vi).
Björn M. Olsen skrifaði minningargrein um Konráð í Tímarit Hins
íslenska bókmenntafélags 1891 og fer þar hörðum orðum um Cleasby
og samning hans við Konráð (68—71). Björn þekkti Konráð vel og var
samtímis honum í Kaupmannahöfn á árunum 1872-1877. Er því ekki
ólíklegt að hann hafi haft í huga frásögn Konráðs sjálfs þegar hann
skrifaði (68-69):
Arið 1839 í nóvembermánuði kom til Kaupmannahafnar enskur
maður að nafni Richard Cleasby. Hann langaði til að læra íslensku
og fjekk kenslu hjá Konráði Gíslasini. Cleasby var auðmaður, enn
Konráð fjelítill, og komu þeir sjer nokkru síðar (í aprílmánuði 1840)
saman um það, að Konráð skildi fara að safna til forníslenskrar
orðabókar, sem svo skildi koma út á kostnað Cleasbys og með nafni
hans, enn Cleasby skildi borga Konráði 40 ríkisdali á mánuði hverj-
um firir starf hans. Það var einn af þessum vanalegu samningum
milli auðmannsins, sem ekkert veit nje getur, og fátæklingsins, sem
hefur góða hæfilegleika; auðmaðurinn lætur peningana, sem hann
hefur, firir það starf, sem hann vantar vit og þekkingu til að leisa af
hendi, og eignar sjer svo að sjálfsögðu allan sóma af starfinu, sem
hann hefur keipt, og oft hafa fátækir Islendingar fir og síðar undir-
skrifað slíka samninga.
Síðan rekur hann að Konráð hafi unnið fyrir Cleasby í sjö ár og fyrir
erfingjana í önnur sjö en þá hafi hann þurft að senda safnið hálfkarað
til Englands. Eftir það rekur Björn aðkomu Guðbrands Vigfússonar
að verkinu og segir (70):
Og það er að minsta kosti óhætt að fullirða, að Cleasby á sjálfur eng-
an staf í orðabókinni, og að sínishorn þau, sem prentuð eru í formála
orðabókarinnar og eignuð Cleasby, eru öll frumsamin af Konráði, þó
að þau sjeu prentuð eftir afskriftum með hendi Cleasbys. [...] Enn
enginn getur annað sagt, enn að hann hafi fengið fult endurgjald
firir það, sem hann ljet út, í því, sem Konráð vann firir hann, og