Orð og tunga - 01.06.2013, Qupperneq 108
98
Orð og tunga
aldrei mundi Cleasby, ef hann hefði lifað, hafa gert sig sekan í eins
hróplegu vanþakklæti og þeir gerðu, sem rituðu formálann firir
orðabókinni eftir lát Cleasbys, því að þeir drótta því að Konráði og
öðrum íslendingum, sem að orðabókinni unnu, að þeir hafi haft
Cleasby firir fjeþúfu og lítið gert, og reina þannig eftir fremsta megni
að svívirða þann mann, sem mest hafði unnið að undirbúningi orða-
bókarinnar.
Orð Björns M. Ólsens eru hörð og óvægin en til er umsögn Konráðs
sjálfs í bréfi dagsettu 26. september 1872 „Til det höje Ministerium for
Kirke- og Undervisningsvæsene."2 í bréfinu afsakar hann dráttinn á
forníslensk-danskri orðabók (sjá 4. kafla) með því m.a. að telja upp
þær orðabækur sem út hafi komið frá 1860. Um íslensk-ensku orða-
bókina skrifaði hann:
Richard Cleasby's „Icelandic-English Dictionary" (A-R. Oxford 1869
-1871) er fra forst af udarbeidet efter min Plan og under min Opsigt,
ligesom jeg ogsaa selv har samlet en stor Del af det i samme inde-
holdte Materiale. Men denne Ordbog „enlarged and completed by
Gudbrand Vigfusson" frembyder efter min Mening i sin nuværende
Form (trods den Belæring, der endnu kan hentes) i det hele taget et
sorgeligt Exempel paa Tilbagegang i kritisk Henseende. Forogelsen
og Fuldendelsen bestaar væsentligst i Tilföjning af uvedkommende
nyislandske Ord og Talemaader, samt nogle af citatlose Egennavne,
og Opfatningen synes ikke at vidne om klar Indsigt i Oldtidens Ord
og Tanke.
Af þessum orðum er ljóst að Konráð var síður en svo ánægður með
það verk sem hann í upphafi skipulagði og hafði umsjón með. Hann
virðist hafa haft ánægju af því að vinna að íslensk-ensku orðabókinni
á meðan sú vinna stóð og sést það m.a. af því sem hann skrifaði í bréfi
til föður síns 26. september 1850 (Bréf 1984:150):
Jeg hef ella mikið að gjöra. Dönsk orðabók, æði stór, handa Islend-
ingum, á (ef g. 1.) að koma út frá mjer, í endalok næsta mánaðar
(októbers) eða í nóvember. Þegar það er búið, fer jeg (ef g. 1.) að
halda áfram hinni íslenzku orðabók handa enskum mönnum, sem
Cleasby heitinn (enskur maður) hafði byrjað; og þykir mjer meira
varið í það starf, en hitt (með dönsku orðabókina).
Edvard Collin etatsráð (1808-1886) og Konráð skrifuðust á um orðabók
Cleasbys á árunum 1872 til 1884. í bréfi dagsettu 27. nóvember 1872
afsakar Konráð drátt á svari en gerir síðan ítarlegar athugasemdir við
2 Vitnað er í ljósrit af bréfi sem varðveitt er í Konunglega bókasafninu í Kaup-
mannahöfn.