Orð og tunga - 01.06.2013, Page 109
Giiðrím Kvaran: Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar
99
einstakar greinar í orðabók Cleasbys frá blaðsíðu 249 til 493. í öðru
bréfi frá 30. nóvember sama ár eru viðbætur frá blaðsíðu 352 til 393.
Ekki er ólíklegt að Konráð hafi verið búinn að skrifa áður um fyrri
hluta orðabókarinnar en bréf um það fundust ekki. Svör Konráðs eru
fræðilega unnin, ekki örlar á gremju, en ljóst er að hann hafði ýmislegt
út á einstök atriði að setja.
Það verður ef til vill seint hægt að sýna fram á hvaða hlut Konráð,
og reyndar aðrir íslendingar líka, átti í íslensk-ensku orðabókinni, en
ef marka má það sem dregið var fram hér að framan er hann allmikill.
Oumdeilanlegur er hlutur hans í þeirri orðabók sem rætt verður um
í næsta kafla.
3 Dönsk orðabók með íslenzkum þýðingum
Nánast á sama tíma og Konráð tók að vinna að íslensk-enskri forn-
málsorðabók fyrir Cleasby hófst hann handa við að semja Danska
orðabók með íslenzkum þýðingum. Upphaflega átti orðabókin að verða
samvinnuverkefni þeirra Konráðs og Jóhanns Halldórssonar sem
dvaldist í Kaupmannahöfn frá 1834 til dauðadags 1844 (Páll Eggert
Olason III 1950:24-25). I formála kemur fram að þeir skiptu verkinu
þannig að Jóhann átti að sjá um stafkaflann m-o og hafði lokið við m
og mestan hluta af n þegar hann féll óvænt frá. Eftir það sinnti Konráð
verkinu einn og segir í formála (1851:111):
Eptir lát hans breytti jeg nokkuð öllu sniði bókarinnar (eins á þeim
hlutanum, sem jeg hafði unnið sjálfur), en hagnýtti það sem hann
var búinn með, og vitnaði í það þar sem mjer þótti fallið.
Tilvísanir til Jóhanns eru merktar með skammstöfuninni Jóh. Konráð
lætur þess einnig getið að Jóhann hafi verið hvatamaður þess að sótt
var um styrk til verksins. Bókin kom út í Kaupmannahöfn 1851. Hún
er 596 blaðsíður í stóru broti, þrídálka.
Formáli bókarinnar er mjög rækilegur og gerir Konráð þar grein
fyrir þeim orðabókum sem hann notaði. Dönskuna segist hann að
mestu hafa tekið úr Dansk Ordbog frá 1833 eftir Christian Molbech.
Samanburður við hana sýnir að Konráð hefur fylgt henni nokkuð
ítarlega. Sumt segist hann hafa tekið úr Dansk Ordbog udgiven under
Videnskabernes Selskabs Bestyrelse í sex bindum frá 1793-1848 en útgáfu
þess verks lauk ekki fyrr en með áttunda bindi 1905 þannig að Konráð
hafði ekki aðgang að síðasta hluta stafrófsins. Þá nefnir hann Fremmed-