Orð og tunga - 01.06.2013, Síða 113
Guðrún Kvaran: Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar
103
Konráð fylgir Molbech ekki heldur nákvæmlega þegar kemur að
orðinu Degn. Hann sleppir tilvísun Molbechs til latínu en tengir hins
vegar saman orðin degn og djákni málsögulega. Hann tekur þó með
danska notkunardæmið án þess að þýða það en breytir því lítillega,
fellir burt greininn í „Kiobstæderne". Orðabók Vísindafélagsins skipt-
ir þessari flettu í tvennt, þ.e. eftir því hvort að baki liggur latneska
orðið „diaconus" eða „decanus". Eins og sjá má fór Konráð ekki þessa
leið.
Konráð sleppir að taka með sögnina að degne líklegast vegna þess
að hún var ekki notuð í almennu máli á hans dögum í Danmörku
heldur aðeins í skáldskap. Sú sögn er heldur ekki í orðabók Vísinda-
félagsins.
Þar sem tengsl við orðabók Vísindafélagsins eru lítil í töflu 1 er
látið nægja að bera saman orðabók Molbechs og orðabók Konráðs í
töflu 2.
Christian Molbech Konráð Gíslason
Degnebolig, en.fri Bolig som er bestemtf. en Degn; en Degns Embedsbolig. Degnebolig djáknahús sem hann hefur leigulaust.
Degneenke, en. Enke efter en Degn. Degneenke djáknaekkja.
Degnejord, en. J. som ligger til et Degnekald, som horer til en Degns Indkomster. Degnejord djáknaland sem hann hefur leigulaust.
Degnekald, et. en Degns Embede og Bestilling. Degnekald djákna-embætti.
Degnekone, en. En Degns Hustru. Degnekone djáknakona.
Degnekom, et. En vis aarlig Afgift i Korn af Sognemændene til Degnen. Degnekorn það korn sem sóknarbændumir gjalda djáknanum.
Degneoffer, et. Offer i Penge, som gives Degnen ved Hoitider. Degneoffer offur (sb. Offer) sem djákni fær.
Degnepenge, pl. Penge, som gives Degnen ell. Klokkeren i St.for Offer eller Degne- korn. (Holberg.) Degnepenge, ft., peningar sem djáknanum eru goldnir af sóknarbændum í stað offurs eða korns.
Degnestol, en. Stol i Kirken, hvor Degnen staaer medens han synger. Degnestol djáknastúka.
Degnetrave, en. En Afgift afvisse Neg, som p. nogle Steder gives Degnen i Stedet for Korn i Skieppen, og i Forhold t. Præ- stens Tiende. (Mandix d. Kammervæsen. Degnetrave djáknabundin (ft.), þ. e. kom- vöndlar sem djáknum eru goldnir á sumum stöðum í Danmörku í stað korns.
168.)