Orð og tunga - 01.06.2013, Qupperneq 115
Gnðrún Kvaran: Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar
105
Af þessum samanburði á einum dálki í orðabók Konráðs í töflum 1
og 2 má sjá hvernig hann fylgir Molbech. Sömu flettiorð eru valin og
flest notkunardæmin einnig. Konráð breytir helst þar sem hann telur
að önnur skýring eða viðbótarskýring komi hans notendum að meira
gagni. Hann styttir aðeins þar sem hann telur lýsingu Molbechs of
langa (Degn, Dei) og óþarfa fyrir tvímála bók. Eins og sjá má af þriðja
dálki í töflu 1 er meiri munur á skýringum í orðabók Vísindafélagsins.
Konráð hefur væntanlega haft útkomin bindi við höndina við verk
sitt þótt hann hafi kosið bók Molbechs sem meginfyrirmynd. Hún
hentaði einnig betur en þau sex bindi sem komin voru út af orðabók
Vísindafélagsins.
3.2 Samanburður við orðabók Meyers
Eins og Konráð getur um í formála notar hann orðabók Ludwigs
Meyers frá 1844 við val á þeim orðum sem ekki eru „gotnesk" (sbr.
3.1). Öll stjörnumerktu orðin í fyrsta dálki á síðu 80 hjá Konráði er að
finna í bók Meyers. Konráð notar orðið „aðkomuorð" í formálanum
að dönsku orðabókinni (1851 :IV) þar sem hann segir: „Ekki hef jeg
síður vísað til íslenzkra aðkomuorða, þegar dönsk orð eru dregin af
þeim, (sb. Eventyr, Præst)." Hann virðist, að mínu mati, greina á milli
fornra tökuorða, sem sameiginleg eru norrænum málum, og þeirra
sem ný eða nýleg eru í dönsku.
Konráð Gíslason Ludvig Meyer
*defect, ft. -e, e., sem í vantar (t.a.m. um bók) Defect, 1., en, Mangel, Feil, Ufuld- stændighed, det Manglende, f. Ex. i en Kasse, i en Bog ...
*Defension, ft. -er, sk. vörn, einkanl. máls- Defension, 1., en, Forsvar, Modvær-
vöm ge, Værn, Forsvarslinie, Forsvarsan- stalt, Forsvarsskrift
*defensiv, ft. -e, e., varnar-. Gagnstætt: of- fensiv. defensional, defensionel og defen- siv, beskyttende, værnende, forsva- rende
*Defensivalliance = Forsvarsforbutid. Defensiv-Alliance, Forsvarsforbund
*Defensivkrig = Forsvarskrig. D=Krig, Forsvarskrig
*Defensivvaaben = Forsvarsvaaben. D=Vaaben, Forsvarsvaaben
*Defensor, ft. -er, kk., sakar verjandi. Defensor, 1., en, Forsvarer, Beskyt- ter, Forfegter; den Sagforer, som i offentlige Sager gives den Tiltalte til Forsvar