Orð og tunga - 01.06.2013, Síða 116
106
Orð og tunga
Konráð Gíslason Ludvig Meyer
*Deficit (eiginl. sögn, og merkir vantar), kl., það sem á vantar að tekjumar jafnist við gjöldin. Deficit, 1., et, = Defect, f.d., is. det, som mangler i Indtægten, for at gjore den lige med Udgiften
*Defilee, sk. þröngur vegur, Sb. Hindvei. Défilé, fr., en, snever Pas, Huulvei
*defilere, h. s. 1, (um herlið) fara þröngvan veg; ganga fram hjá e-u hver eptir öðrum. défilere, drage gjennem en Huulvei; trække forbi i smalle Rækker el. ogsaa Mand for Mand
*definere, ás. 1, nema (þ.e. kveða svo skýrt á hvað e-ð sje að maður greini það nægilega frá öllu öðru.) definere, 1., eg. angive Grændserne; bestemme, give et noie bestemt Begreb om en Ting
*Definition, ft. -er, sk. nám (sb. definere). Definition, en, Udvikling, Forkla- ring, Bestemmelse (af et Begreb)
*definitiv, ft. -e, e., = endelig b. Sb. uforander- lig, ugjenkaldelig. definitiv; afgjorende; endelig afgjort, bestemt (modsat provisorisk), ufor- anderlig, uigjenkaldelig
*Degeneration, sk., það að degenerere. Degeneration, en, Udartning, Van- slægtning
*degenerere, h. s. 1, úrkynjast, affeðrast, verða ættleri. degenerere, udarte, vanslægte, blive slettere
*Degradation, ft. -er, sk., það að degradere. Degradation, ny 1., en, Afsættelse fra en Værdighed, Fornedrelse, Nedvær- digelse
*degradere, ás. 1, setja e-n í lægri stjett úr annari hærri (sb. lækka). degradere, 1., nedsætte, afsætte fra en Værdighed, fornedre, nedværdige
Tafla 3: Samanburður á orðabók Konráðs og orðabók Meyers
Samheiti eru talsvert notuð hjá Meyer og virðist Konráð kjósa þá leið
að velja algengustu merkinguna en láta vera að fínna viðeigandi þýð-
ingar á öllum þeim orðum sem Meyer hafði valið sem skýringu. Hann
nýtir sér því bók Meyers á annan hátt en Molbechs eins og sjá má í
töflum 1 og 2. Sem dæmi má nefna fyrsta orðið defect. Hjá Meyer er
skýringin 'Mangel, Feil, Ufuldstændighed, det Manglende, f. Ex. i en
Kasse, i en Bog/ Konráð notar aðeins síðasta hluta skýringarinnar.
Sama gildir t.d. um *Defension sem Konráð þýðir með „vörn, einkanl.
Málsvörn" en Meyer með „Forsvar, Modværge, Værn, Forsvarslinie,
Forsvarsanstalt, Forsvarsskrift". Við sagnleidd nafnorð, t.d. Definition,
Degradation, lætur Konráð sér nægja að nota „það er ..." og vísa til
sagnarinnar.
I formálanum að Dqnskri orðabók með íslenzkum þýðingum minnist
Konráð ekkert á hvernig hann kaus að nýta sér orðabók Meyers (sbr.
3.1 hér að ofan). Stjörnumerkingin (*) framan við orð á þó við þau sem
hann sótti til Meyers án þess að það sé nefnt sérstaklega.