Orð og tunga - 01.06.2013, Qupperneq 117
Guðrún Kvaran: Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar
107
3.3 Aðrar heimildir Konráðs
Þegar Konráð vann við orðabókina hafði hann einkum tvær íslenskar
orðabækur til þess að fletta í. Önnur var íslensk-latnesk-dönsk orða-
bók Björns Halldórssonar frá 1814 og hin dönsk-íslensk orðabók
Gunnlaugs Oddssonar frá 1819. Fremst í orðabók Konráðs er listi yfir
skammstaf anir og tilvísanir og þar eru þessar orðabækur báðar nefndar
sem heimildir en að auki fjölmörg fornrit, Um frumparta íslenzkrar
túngu í fornöld eftir Konráð sjálfan (1846), Grasafræði Odds Hjaltalíns
(1830), Jóns Péturssonar Lækninga-Bók (1834), orðabókarhandrit Páls
Þorbergssonar og Safn afíslenzkum orðskviðum sem Guðmundur Jóns-
son gaf út (1830). Að auki tilgreinir hann sem heimildarmenn Björn
Gunnlaugsson, Bjarna Thorarensen, Hallgrím Scheving, Jónas Hall-
grímsson og Jóhann Halldórsson sem áður var getið.
Ekki er að sjá að Konráð hafi haldið fram orðasmíð Jónasar Hall-
grímssonar, vinar síns, því að nokkur leit er að skammstöfuninni J. H.
í bókinni. Hana fann ég þó á nokkrum stöðum, m.a. við þýðinguna
á danska orðinu giftblanderske sem er 'eiturbyrla'. Það notar Jónas í
þýðingu á kvæðinu Dagrúnarharmur (Die Kindsmörderin) eftir Fried-
rich Schiller: „sætt er eitur þitt, / er það nú goldið, / eiturbyrla / ungra
hjartna" (Jónas Hallgrímsson 1989:80). Giftblander er fletta í orðabók
Molbechs en Konráð gerir úr tvær:
Molbech:
Giftblander, en. den, som blander, tilbereder G. i den Hensigt dermed at
dræbe Andre. Om et Fruentimmer bruges: Giftblanderske, en.
Konráð:
Giftblander, ft. -e, kk., sá sem byrlar eitur.
Giftblanderske, ft. -r, kvk., sú sem byrlar eitur, (eiturbyrla, J. H.).
Jónasar er einnig getið við orðið Æther. Þar velur Konráð skýringarnar
'eldloft', sem hann hefur úr orðabók Björns Halldórssonar, 'vindblá'
úr orðabók Gunnlaugs Oddssonar og 'ljós-vaki' sem Jónas hafði notað
í þýðingu sinni á Stjörnufræði G. F. Ursins (1842).
Við orðin Skildpadde, Bloddyr og Hvirveldyr notar Konráð 'skjald-
baka', 'lindýr', 'hryggdýr' án þess að geta Jónasar sem fyrstur notaði
þau á prenti í grein í Fjölni hálfum öðrum áratug áður (1836:2,3) en
hugsanlegt er að orðin hafi þegar verið það algeng í málinu að honum
hafi þótt óþarft að geta heimildarinnar. Konráð er einnig með orðið
'skelpadda' sem þýðingu á skildpadde en það er ekki komið frá Jónasi