Orð og tunga - 01.06.2013, Page 118
108
Orð og tunga
heldur er talsvert eldra og a.m.k. frá miðri 17. öld (sbr. Ritmálssafn
Orðabókar Háskólans). Orðin Bloddyr og Skildpadde eru bæði flettiorð
hjá Molbech sem lýsir þeim allnákvæmlega. Hvirveldyr er ekki fletta
hjá honum.
Oft hefur verið vitnað til orðasmíðar Jónasar í þýðingu hans á
Stjörnufræði Urins. Ég skoðaði þau orð sem Bjarni Vilhjálmsson tók
saman í grein í Skírni um nýyrði Jónasar í Stjörnufræðinni (1944:
99-130) og bar saman við orðabók Konráðs til þess að kanna hvort
Konráð hefði leitað í smiðju til Jónasar. Ég skoðaði einnig orðabók
Gunnlaugs Oddssonar frá 1819 sem reyndar hafði ekki öll orðin sem
flettu. Eins og við mátti búast eru ekki nærri öll orðin í bók Molbechs
þar sem hann sneiddi hjá aðkomuorðum. Tafla 4 sýnir samanburðinn.
I fremsta dálki eru dönsk orð úr orðabók Konráðs, í næsta dálki
skýringar hans, í þriðja dálki orð frá Jónasi samkvæmt grein Bjarna
Vilhjálmssonar og í síðasta dálki eru skýringar orðanna í orðabók
Gunnlaugs. (+) er settur við þau orð sem eru í orðabók Molbechs.
Danska Konráð Gíslason Jónas Hallgrímsson Gunnlaugur Oddsson
Apogæum fjarlægð við jörðina jarðfjærð
Atmosphære gufuhvolf, þokulopt lofthaf dampahvoif
Brændeglas (+) eldgler eldgler
Centrifugalkraft frásóknarafl hlutanna5 frá miðpunkti hring- brautar sinnar miðflóttaafl midpunkt- flýandi-kraftr
Centripetalkraft tilsóknarafl hlutanna til miðpunkts hring- brautar sinnar miðsóknarafl midpunkt- sækiandi kraftr
Elastisk (+) sem lætur undan og tekur við sjer aptur, sem teygja eða staður er í fjaðurmagnaður hefir spenni- krapt
Electricitet (+) rafmagn rafurmagn
Ellipse 2) (í mælingafræði), sporbaugur sporbaugur
Friction núningur, nugg núningsfyrirstaða nagg, nudd, vidnúníngr
Mikroscop stækkunargler, stækk- unarpípa sjónauki stækkunargler
Nutation rugg, eða þvíuml.
5 Engar skýringar eru á því í formála hvers vegna Konráð kýs að nota tvenns konar
leturstærð í skýringum sínum (sjá einnig töflu 1 og 2).