Orð og tunga - 01.06.2013, Page 123
Guðrún Kvaran: Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar
113
þess fallinn að vinna slíkt verk þar sem hann búi að langri reynslu
af lestri fornra texta og reiknar með að þurfa til verksins sex ár. I
bréfinu er ítarleg lýsing á því hvað vinna þurfi. I fyrsta lagi þurfi að
orðtaka ýmist að nýju eða að hluta að nýju það elsta og gagnlegasta af
handritum og skjölum í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Uppsölum
en einnig í Kristjaníu og Wolfenbuttel. í öðru lagi þurfi að fara yfir
þau orðfræðilegu verk yfir forna málið sem unnið er að, bæta í þau og
endurskrifa. Þar nefnir hann einungis Sveinbjörn Egilsson og safn í
eigu sjálfs sín. í þriðja lagi þurfi að fella saman þau tvö söfn sem nefnd
séu undir lið tvö. Með því að hefja verkið á 400 stærstu orðunum, lýsa
merkingarþróun þeirra á kerfisbundinn hátt og sýna mikinn fjölda
dæma með skýringum og þýðingum verði hægt að létta þá vinnu sem
eftir er og spara með því tíma og fé. Konráð taldi nauðsynlegt að ráða
aðstoðarmenn til orðtöku og uppskrifta og eins að fylgjast vel með
því sem verið væri að vinna í orðabókagerð í öðrum löndum. Sótti
hann um 1500 ríkisdali.
Eins og fram hefur komið fékk Konráð jákvætt svar við styrk-
umsókninni með bréfi frá 11. júlí 1857 og 3. mars árið 1858 skrifaði
hann bréf til þess að gera grein fyrir því sem unnist hefði á fyrsta
styrkárinu. I bréfinu er ítarleg verklýsing og þar kemur fram í lokin
að engin grein sé endanlega frágengin. Það efni sem safnað hafi verið
til verksins sé mikið og reiknað sé með að um 15.000 greinar verði til
í lok næsta fjárlagaárs 1858/59.
I bréfi dagsettu 2. apríl 1859 sendir hann umbeðið ársyfirlit yfir verk-
ið. 12.000 greinar höfðu verið unnar, mikilvæg handrit orðtekin og mikil
vinna lögð í að undirbúa næsta skammt af greinum. Vonast Konráð til
að verða hálfnaður með verkið um mitt ár 1860.1 bréfi frá 31. mars 1860
telur hann sig hafa náð settu marki, tilbúnar greinar séu nú um 20.000 og
þegar sé vinna hafin við margar aðrar. I lokin skrifar hann:
For at fatte mig kort, skal jeg hertil kun föie Forsikringen om, at jeg
opfylder en i hver Henseende behagelig Pligt, idet jeg af al min Evne
arbeider hen tii det Maal snarest muligt at fuldende en oldnordisk-
dansk Ordbog der kunde bidrage ikke allene til at udvide den hele
Synskreds i dette Fag, men ogsaa til at berigtige vildtfarene og vildt-
ledende Opfatninger.
Samkvæmt bréfi frá 30. mars 1861 telur hann sig tilbúinn með 30.000
greinar, helminginn af fyrirhuguðu verki, og að fjölmargar greinar
til viðbótar séu nær fullskrifaðar. Hann sér ekkert því til fyrirstöðu
að hægt verði að prenta ritið í lok þess tíma sem fyrirhugaður var til