Orð og tunga - 01.06.2013, Page 173
Auður Lorenzo
íslensk-spænsk orðabók
Guðrún H. Tulinius, Margrét Jónsdóttir, Sigrún Á. Eiríksdóttir, Teo-
doro Manrique Antón og Viola Miglio (ritstj.), íslensk-spænsk orðabók.
Forlagið, Reykjavík. 2011. (xi + 701 bls.) ISBN 978-9979-53-554-6.
1 Inngangur
Haustið 2011 gaf Forlagið út íslensk-spænska orðabók (7S hér eftir). Rit-
stjórar eru Guðrún H. Tulinius, Margrét Jónsdóttir, Sigrún Á. Eiríks-
dóttir, Teodoro Manrique Antón og Viola Miglio. í formálanum kem-
ur fram að við gerð bókarinnar hafi ritstjórar fengið aðstoð annarra
og gerð er grein fyrir því í hverju sú aðstoð fólst. Einnig er þess
getið að vinna við ÍS hófst árið 2007 og að hún fór öll fram í Lexu,
orðabókaforriti Forlagsins, en sama forrit var notað við gerð Spænsk-
íslenskrar orðabókar sem kom út árið 2007.
Bókin er mikið fagnaðarefni fyrir spænskunemendur á Islandi sem
og alla þá sem eru í einhverjum tengslum við hinn spænskumælandi
heim.
í ÍS eru 27.000 uppflettiorð og ríflega 13.000 orðasambönd og mál-
dæmi. Bókin er rúmlega 700 tvídálka síður, innbundin og þægileg
stærð á letri.
2 Heildarskipan
Fremst í 7S, framan við flettiorðaskrána, eru formáli, notkunarleið-
Orð og tunga 15 (2013), 163-167. © Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
Reykjavík.