Orð og tunga - 01.06.2013, Page 174
164
Orð og tunga
beiningar og skammstafanaskrá á íslensku. I formálanum segir frá
því hverjir komu að gerð bókarinnar og hvernig hún var fjármögnuð.
Einnig er gerð grein fyrir orðaforðanum sem varð fyrir valinu. I IS
er áhersla lögð á almennan orðaforða úr daglegu nútímamáli en auk
þess er þar að finna ýmis sérfræðiorð tengd viðskiptum, hagfræði,
jarðfræði, dýra- og náttúrufræði og fleiri greinum. Spænskan á Spáni
er lögð til grundvallar en einnig eru í bókinni orð sem eru einkum
notuð í Rómönsku Ameríku. I formálanum kemur einnig fram hver
helsti markhópur bókarinnar er. IS er samkvæmt honum einkum ætluð
nemendum á mismunandi skólastigum, sem og áhugamönnum um
spænska tungu; það er, bókin virðist hugsuð sem einbeind orðabók
handa íslenskum notendum.
Notkunarleiðbeiningar koma næst á eftir formálanum. Sýnd eru
dæmi um flettur í bókinni sem sýna hvaða málfræðilegu og merkinga-
legu upplýsingar koma fyrir í hverri flettu. Skýringar eru mjög mikil-
vægar jaegar uppflettiorðin eiga sér ekki jafnheiti á markmálinu.
Þá er orðið útskýrt á markmálinu og er skýringin skáletruð til að
auðkenna hana. Almennt er slíkt fyrirkomulag, að útskýra orðið eins
og í einmálaorðabókum eða fræðiorðabók, talið mjög mikilvægt í
tvímálaorðabókum (Haensch 1982:292). Þar að auki eru gefnar upp-
lýsingar um það ef orð tilheyra sérstöku sérsviði eða málsniði. Slíkt
er nauðsynlegt í tvímálaorðabókum því upplýsingar um málsnið
gefa vísbendingu um það að viðkomandi orð sé ekki hægt að nota
við allar aðstæður. Þá eru orðin t.d. merkt óformlegt, gróft og fleira.
Sömuleiðis er í sérstökum tilfellum gerð grein fyrir útbreiðslu eða
málsvæðismörkum. Almennt er miðað við spænskuna sem töluð er á
Spáni en ef mikill munur er á milli málsvæða er það tekið fram. Þetta
er mjög mikilvægt í spænsku vegna þess hversu útbreitt tungumálið
er, en spænska er eitt mesta talaða tungumál heims. Sömuleiðis er
að finna lista yfir skammstafanir og styttingar sem notaðar eru til
þess að tákna ýmis sérsvið. Eins er gerð grein fyrir þeim táknum
sem eru notuð í bókinni og hlutverki þeirra og er það gagnlegt fyrir
notandann.
Aftur á móti eru engar upplýsingar í formálanum um hvernig
orðaforðinn var valinn, þar er einungis greint frá því hvaða forrit
var notað til að vinna bókina en ekki hvort stuðst var við tilbúinn
orðabókagrunn og ef ekki hvert orðaforðinn var þá sóttur. Einnig er
mikilvægt að benda á það að inngangur og notkunarleiðbeiningar eru
einungis á íslensku sem verður að teljast galli vegna þess að hér er
um að ræða tvímálaorðabók. Einnig ber að nefna að í orðsgreinum er