Orð og tunga - 01.06.2013, Page 176
166
Orð og tunga
sú sem er algengust í nútímamáli. Ástæðan gæti verið sú að íslensk
orðabók (2002) sé höfð til hliðsjónar en skilgreiningarnar eru oft í sömu
röð og í þeirri bók. I einmálaorðabókum fer röðunin oft eftir því
hvaða merking er næst uppruna orðsins (Garriga Escribano 2003:108)
en aftur á móti hentar það ekki endilega í tvímálaorðabókum vegna
þess að í þeim er allajafna talið eðlilegt að skilgreiningarnar raðist eftir
tíðni merkingarinnar, þannig að sú merking sem er algengust sé fyrst
í röðinni og þannig koll af kolli. Eins og má sjá á dæmunum hér að
neðan er sú ekki raunin í IS. I fyrra dæminu vantar þá merkingu sem
tengist hárgreiðslu og einnig má velta fyrir sér hvort orðið sé oftar
notað um sætabrauð eða snúning. I seinna dæminu er talið æskilegra
að merkingin 'rekkja' komi á undan merkingunni 'svæði, rými'.
snúður snúðs/snúðar, snúðar kk • (snúningur) vuelta, giro •
(bolla) caracola con glaseado • (rafm) rotor • dæmi t> setja
á sig snúð ponerse altivo / fá e-ð fyrir sinn snúð ser recom-
pensado por algo
rúm rúms, rúm hk • (svæði, rými) espacio [> mér liggurþað í
léttu rúmi no me importa mucho, me importa poco / ryðja
sér til rúims extenderse, generalizarse • (rekkja) cama, lecho
[> liggja í rúminu estar acostado en la cama; (vera veikur)
guardar cama
4 Niðurstaða
Loks ber að nefna að stuttu eftir að IS var gefin út kom í ljós að það
vantaði orð sem hefjast á bókstafinum é og fyrir vikið vantar, meðal
annars, persónufornafnið ég í orðabókina.
Hvað sem ýmsum göllum orðabókarinnar líður þá verður ekki
annað sagt en að bókin hafi mjög marga kosti og mikilvægt er að
vekja athygli á því að 1S sé til og ættu allir sem stunda nám í spænsku
að geta nýtt sér þessa bók. Hinsvegar er ráðlagt fyrir næstu útgáfu að
endurskoða nokkra þætti í IS eins og þá sem hér hefur verið bent á.