Orð og tunga - 01.06.2013, Síða 181
Bókafregnir
171
aðgangurinn er eftir íslenskum orðum eða hugtökum sem birtast í heild í
stafrófsröð í flokknum „Orðabók A-O" en einnig er hægt að leita að tilteknu
hugtaki. Jafnframt má leita að táknum eftir málfræðilegum einkennum þeirra
í flokknum „Málfræðileit"; þar byggjast fyrirspurnirnar á þremur sviðum:
handformi, myndunarstað og orðflokki og má velja málfræðileg einkenni af
einu, tveimur eða öllum þremur sviðunum. Loks er hægt að nálgast táknin
eftir undirflokkum, bæði merkingarsviðum (t.d. „Athafnir" eða „Eldhús og
eldamennska") og málfræðilegum einkennum (t.d. einstökum orðflokkum
eða hlutverki, s.s. spurningum).
Hvert tákn í orðabókinni hefur sína síðu þar sem annars vegar er mynd-
band með tákninu og hins vegar rammi með ýmiss konar upplýsingum um
táknið. í honum er kyrramynd af tákninu og teikningar sem sýna flokkun
þess eftir myndunarstað og handformi. Þar fyrir neðan eru málfræðilegar
upplýsingar um táknið í orðum (orðflokkur, myndunarstaður og handform)
og auk þess efnisflokkur, upplýsingar um munnhreyfingar og vísun til
skyldra tákna sem finna má í orðabókinni. Alls staðar eru tenglar þannig
að hægt er að nálgast önnur tákn af sama flokki, t.d. öll tákn með sama
handform eða í sama efnisflokki.
Rit um orðabókafræði
Eaker, Birgit, Lennart Larsson og Anki Mattisson (ritstj.). Nordiska
studier i lexikografi 11. Rapport frán Konferensen om lexikografi
i Norden, Lund 24-27 maj 2011. (Skrifter utgivna af Nordiska
föreningen för lexikografi. Skrift nr 12.) Lund: NFL, Sprákrádet i
Norge og Svenska Akademiens ordboksredaktion. 2012. (628 bls.)
ISBN 978-91-85333-42-4. ISSN 083-9313.
Bókin er ráðstefnurit frá elleftu norrænu orðabókafræðiráðstefnunni sem
haldin var í Lundi vorið 2011. Þar eru birtar rúmlega fimmtíu greinar
sem byggðar eru á fyrirlestrum sem haldnir voru á ráðstefnunni, þ. á m.
fyrirlestrum þriggja boðsfyrirlesara - Godelieve Laureys frá Gent í Belgíu
(„Mot en hállbar lexikografi - En balansgáng mellan áteranvándning och
förnyelse"), Bo Ralph frá Gautaborg („Biskopar, ordböcker och verkligheten
- Vad ár lexikografihistoria bra för?") og John Simpson frá Oxford, for-
stöðumanns við Oxford English Dictionary („What has the OED become?").
Aðrar greinar, sem flestar eru skrifaðar af norrænum orðabókarfræðingum,
birta gott yfirlit yfir orðabókaverkefni sem unnið er að á Norðurlöndum
og ýmis viðfangsefni sem fólk þarf að kljást við í því sambandi. Allmargir
íslenskir fræðimenn eiga greinar í ritinu og endurspegla viðfangsefni þeirra
fjölbreytnina í bókinni almennt: Kristín Bjarnadóttir fjallar um beyging-
argagnagrunn og tengingu hans við rafræna orðabók; Helgi Haraldsson
skrifar um íslensk-tékkneska/tékknesk-íslenska orðabók sem hann er með í