Orð og tunga - 01.06.2013, Page 183
Bókafregiiir
173
nefnist „Lexicography in the Crystal Ball: Facts, trends and outlook" þar sem
hann styðst við greiningu á umfjöllunarefnum á fyrri ráðstefnum Euralex.
Utdrættir úr erindum eru allir prentaðir í bókinni og þar er þeim raðað eftir
efnisflokkum sem svara n.v. til þeirra þema sem talin voru að ofan. Aftan við
þá er efnisorðaskrá og skrá yfir alla höfunda. Eins og áður sagði verður að
nálgast greinar úr flestum fyrirlestrunum í rafrænni útgáfu ráðstefnuritsins
eða á vefsíðu samtakanna.
Granger, Sylviane, og Magali Paquot (ritstj.). Electronic Lexicography.
Oxford: Oxford University Press. 2012. (xiii + 517 bls.) ISBN 978-0-
19-965486-4.
Hér er á ferðinni nýtt greinasafn um stöðu rannsókna og þróunar í rafrænni
orðabókafræði, þ.e.a.s. notkun tölvutækni við skipulagningu, gerð, dreifingu
og notkun orðabóka. Ritstjórarnir starfa báðir við háskólann í Louvain í
Belgíu og höfundar greinanna nítján sem birtar eru í safninu eru starfandi
orðabókafræðingar við háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki, aðallega í
Evrópu en sumir koma frá Suður-Afríku og Kanada.
Annar ritstjóranna, Sylviane Granger, skrifar ítarlegan inngang að safninu
þar sem hún fjallar um rafræna orðabókafræði eins og hún birtist í ritinu og
þær róttæku breytingar sem hafa orðið í greininni frá því að tölvutækni var
fyrst innleidd við orðabókagerð. Þar telur hún sex nýjungar skipta mestu máli
fyrir þróun orðabókafræði og úrlausnarefni á því sviði í nánustu framtíð: (1)
tilkomu málheilda og notkun þeirra; (2) meiri og betri heimildir en áður;
(3) mikilvægi aðgengis að efni orðabóka; (4) aðlögun að ólíkum þörfum; (5)
samruna orðabóka og annarra málgagna; (6) aðkomu notenda að orðabóka-
gerð. Auk þess gerir hún grein fyrir ritinu og greinunum sem þar birtast og
loks dregur hún saman helstu þræði og gefur stutt yfirlit yfir mikilvægustu
verkefni á sviði rafrænnar orðabókafræði á næstu árum.
Greinunum er skipað í þrjá nokkurn veginn jafnstóra hluta. I þeim
fyrsta, „Lexicography at a watershed", eru greinar sem fjalla um gögn og
tól til orðabókagerðar og áhrif þeirra á hugmyndir og kenningar í orða-
bókafræði. Sá næsti hefur yfirskriftina „Innovative dictionary projects" og
þar er gerð grein fyrir orðabókaverkefnum sem fela í sér ýmiss konar nýj-
ungar, m.a. með samruna við annars konar málgögn og heimildir. I þriðja
hlutanum, „Electronic dictionaries and their users", er áherslan síðan á orða-
bókanotendur og orðabókanotkun við ólíkar aðstæður. I lok bókarinnar eru
svo gagnlegar skrár um heimildir, höfunda og atriðisorð.