Orð og tunga - 01.06.2013, Page 185
Bókafregnir
175
stöðu máltækni á íslandi voru fjórir þættir athugaðir sérstaklega: Talvinnsla,
vélþýðingar, textagreining og málföng. Niðurstaðan var sú að þrátt fyrir það
sem áunnist hefur undanfarinn áratug standi íslenska höllum fæti á öllum
þessum sviðum í samanburði við önnur Evrópumál því hún fellur alls staðar
í flokkinn „Lítill/enginn stuðningur" ásamt (mismörgum) öðrum málum sem
tiltölulega fáir tala. Bókin er tvímála því textinn er bæði á íslensku og ensku og
henni er því bæði beint inn á við - til stjómvalda og almennings á Islandi - og út
á við, ekki síst til samstarfsaðila innan verkefnisins.
Ný bók um færeyskt málsamfélag
Jógvan í Lon Jacobsen. Ærligt talt, who cares? En sociolingvistisk
undcrsogelse af holdninger til og britg af importord og aflosningsord i
færosk. (Modeme importord i spráka i Norden XIII.) Oslo: Novus
forlag. 2012. (324 bls.) ISBN 978-82-7099-682-7.
Bók Jógvans í Lon Jacobsen er þrettánda ritið í ritröðinni „Moderne import-
ord i spráka i Norden" þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum stórrar sam-
anburðarrannsóknar á aðkomuorðum í Norðurlandamálum, notkun þeirra
og viðhorfum málnotenda til erlendra áhrifa. Einkum var unnið að því verk-
efni á árunum 2000-2005. (Veturliði Óskarsson ritaði umsögn um ritröðina
í Orð og tungu 14/2012.) Ritið er dönsk þýðing á doktorsritgerð Jógvans frá
2008 með smávægilegum endurbótum. I henni rannsakaði hann viðhorf fær-
eyskra málnotenda til erlendra áhrifa, einkum aðkomuorða, í færeysku og
beitti til þess ólíkum aðferðum (skoðanakönnun, viðtölum og svonefndu
grímuprófi) eins og gerð er grein fyrir í ritinu. I ritinu er fjallað ítarlega um
niðurstöður færeysku rannsóknanna og þær eru jafnframt bornar saman við
niðurstöður sambærilegra rannsókna í öðrum norrænum málsamfélögum,
þ. á m. á Islandi. Niðurstöðukaflinn er bæði birtur á dönsku og ensku.
Mál og málvísindi
Herbst, Thomas, Susen Faulhaber og Peter Uhrig (ritstj.). The Phra-
seological View of Language. A Tribute to John Sinclair. Berlin/Boston:
De Gruyter Mouton.^Oll. (xii + 324 bls.) ISBN 978-3-11-025688-8.
Þetta rit er greinasafn sem gefið var út til heiðurs og í minningu breska
málvísindamannsins John McHardy Sinclair (1933-2007) og á rætur að rekja
til málþings sem haldið var í tilefni þess að hann var gerður að heiðursdoktor
við háskólann í Erlangen í Þýskalandi 2007.Yfirskrift málþingsins var Clmnks
in Corpus Linguistics and Cognitive Linguistics. Sinclair lést áður en til mál-
þingsins kom og þannig varð bókin, sem geymir greinar sem byggjast á