Orð og tunga - 01.06.2013, Side 186
176
Orð og tunga
erindum sem þar voru haldin, að minningarriti. Efni greinanna ber svip af
áhugasviðum Sinclair innan málvísindanna. Hann var prófessor í ensku við
háskólann í Birmingham og er líklega þekktastur fyrir að vera helsti hug-
myndasmiður og aðalritstjóri CoBuiLD-orðabókarinnar sem kom út 1987 og
markaði tímamót í orðabókagerð á fleiri en einn veg. Þetta var t.d. fyrsta
orðabókin sem var samin algjörlega á grundvelli afmarkaðrar málheildar
(Cobuild = The Collins Birmingham University International Language Database)
en Sinclair stjórnaði gerð hennar og var þannig einn af frumkvöðlum gagna-
málfræðinnar (e. corpus linguistics). Þriðja áhugasvið Sinclair sem setur svip
sinn á ritið er orðræðugreining (e. discourse analysis) og málnotkun.
Greinunum í ritinu er skipað í fjóra flokka. í fyrsta hluta eru, auk formála,
tvær greinar sem fjalla um viðfangsefni og feril Sinclair, önnur eftir Michael
Stubbs og hin eftir Stig Johansson (sem sjálfur féll frá áður en bókin kom
út). I öðrum hluta eru sex greinar sem tengjast hugtakinu orðastæða (e. col-
location) á ýmsan hátt, bæði frá hagnýtu og fræðilegu sjónarhorni. Þriðji
hlutinn geymir fjórar greinar um tilbrigði og málbreytingar og í fjórða og
síðasta hlutanum eru þrjár greinar sem tengjast gagnamálfræði og notkun
málheilda, einkum við greiningu á föstum orðasamböndum.
Andersen, Gisle (ritstj.). Exploring Newspaper Language. Using the web
to create and investigate a large corpus ofmodern Norwegian. (Studies in
Corpus Linguistics 49.) Amsterdam/Philadelphia: John Benjamins
Publishing Company. 2012. (356 bls.) ISBN 978-90-272-0354-0.
Þetta greinasafn fjallar um gerð málheildar með norskum dagblaðatextum á
vefnum. I ítarlegum inngangskafla þeirra Gisle Andersen og Knut Hofland er
fjallað um byggingu norsku dagblaðamálheildarinnar sem hófst 1998 (Norsk
aviskorpus; sjá http://avis.uib.no/). Textarnir eru sóttir sjálfvirkt frá degi til
dags í vefútgáfur norskra blaða. í innganginum er jafnframt gerð grein fyrir
ritinu og tilgangi þess sem er bæði að lýsa aðferðum og tólum, sem þróuð
hafa verið í tengslum við verkefnið, og að kynna niðurstöður rannsókna sem
byggja á málheildinni. I fyrri hluta bókarinnar eru sex greinar um aðferðir
og tól til þess að nýta vefinn til þess að setja saman málheild. Þar er fjallað
um málfræðilega og setningafræðilega mörkun textanna og tól sem nýta má
til slíkrar greiningar, um orðasambönd í textunum, um sjálfvirka flokkun
eftir umræðuefnum og um aðferðir til þess að bera kennsl á ensk aðkomu-
orð í textunum. I síðari hlutanum eru átta greinar þar sem sagt er frá mál-
rannsóknum sem byggjast á málheildinni, þ. á m. um athugun á aðlögun
aðkomuorða, um nýyrði í nútímanorsku, um samsetningar með liðnum aske-
á ákveðnu tímabili í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli og um myndhverfingar
sem tengjast rými og áttum. Höfundar greinanna eru flestir vel þekktir
norskir málvísindamenn, einkum á sviði gagnamálfræði og máltækni en
einnig orðabókafræði.