Orð og tunga - 01.06.2013, Page 187
Bókafregnir
177
Kortmann, Bemd, og Johan van der Auwera (ritstj.). The Languages
and Linguistics ofEurope. A Comprehensive Guide. (The World of Lin-
guistics 1.) Berlin/Boston: De Gruyter Mouton. 2011. (xviii + 911 bls.)
ISBN 978-3-11-022025-4.
Þetta mikla greinasafn um mál og málvísindi í Evrópu er fyrsta ritið í ritröð
um heim málvísindanna (áætlað er að næstu tvö rit, um frumbyggjamál í
Suður-Ameríku og mál og málvísindi í Ástralíu, komi út 2013). Ritstjórarnir
gera grein fyrir ritinu í formála en síðan er það samsett af fjölda greina eft-
ir evrópska málvísindamenn. Ritinu er skipt í fimm meginhluta. I þeim
fyrsta eru fjórtán greinar um málgerð (e. typology) evrópskra tungumála
sem töluð eru allt austur að Úralfjöllum og Kákasus. Þær fjalla ýmist um
málfræðileg einkenni tiltekinna málaætta (t.d. keltneskra og germanskra
mála) eða einstakra mála (t.d. albönsku og basknesku) frá samtímalegu
sjónarhorni. Síðasta greinin í þessum hluta fjallar svo um evrópsk táknmál.
Næsti hluti fjallar um svæðisbundna málgerð og máltengsl og skiptist hann
í fjóra undirflokka: „Areal typology" með fjórum greinum um tiltekin mál-
svæði, þ. á m. Balkanskaga og Miðjarðarhafssvæðið; „Language contact"
með fimm greinum um máltengsl á ákveðnum svæðum, þ. á m. grein eftir
finnska málvísindamanninn Jan-Ola Östmann um Norður-Evrópu, einkum
Norðurlönd; „Minority languages" með tveimur greinum - annars vegar um
gömul minnihlutamál í Evrópu og hins vegar um innflytjendamál í álfunni;
og loks „Non-standard varieties" með þremur greinum sem fjalla á einn eða
annan hátt um mállýskur, staðalmál og mállýskutengsl. I þriðja hluta eru
greinar um málpólitík og málstefnu í Evrópu. Þar eru átta greinar sem fjalla
um slík efni frá ýmsum hliðum, t.d. út frá máltengslum í tví- eða fjöltyngdum
málsamfélögum, frá femínískum sjónarhóli og með hliðsjón af enskum
áhrifum á önnur Evrópumál. Fjórði hluti bókarinnar geymir sömuleiðis átta
greinar og þær fjalla um sögu evrópskra tungumála. Þar er m.a. fjallað um
áhrif fólksflutninga á málalandslag Evrópu, fjöltyngd heimsveldi og áhrif
þeirra á sögu álfunnar (Habsborgararíkið, Ottómanaveldið, Rússneska keis-
aradæmið og Sovétríkin) og samband tungumáls og myndunar þjóðríkja.
I fimmta og síðasta hlutanum er svo sjónum beint að ástundun og þróun
málvísinda og málrannsókna í Evrópu. Þar eru fimm greinar. Sú fyrsta fjall-
ar um rannsóknarhefðir fram til 18. aldar og sú næsta um málrannsóknir
og kenningar í málvísindum á 19. öld. Þrjár síðustu greinarnar fjalla um
þrjár útbreiddar stefnur í málvísindum á 20. öld og ástundun þeirra í
Evrópu: strúktúralisma eða formgerðarstefnu, fúnksjónalisma og generatíf
málvísindi. Bókinni lýkur með ítarlegum atriðisorðaskrám yfir tungumál og
málbrigði, nöfn og efnisatriði.