Orð og tunga - 01.06.2015, Side 10

Orð og tunga - 01.06.2015, Side 10
Orð og tunga viii skammt. í fjórðu greininni, sem Ma Azucena Penas Ibánez og Erla Erlendsdóttir skrifa, er sýndur greinilegur skyldleiki með föstum orðasamböndum í spænsku annars vegar og íslensku hins vegar sem má rekja til sammannlegra tilfinningalegra og líkamlegra viðbragða við ólíkar aðstæður. I greininni er byggt á hugmyndum og aðferðum hugrænna fræða. Katrín Axelsdóttir skýrir hvernig á því stendur að orðið hjalt er í fleirtölu ýmist hjölt(in) eða hjöltu(n) og hún sýnir jafnframt hvernig merking þessa orðs hefur þrengst. Einnig í þessari grein er samanburður við nálægar tungur skammt undan þar sem Katrín rekur m.a., til samanburðar, merkingarþróun enska orðsins hilt. Þau Jón Friðrik Daðason og Kristín Bjarnadóttir lýsa orðhluta- skiptingartóli sem þau nefna Kvist. Kvistur skiptir samsettum orðum og sýnir stofnhlutatré fyrir þau. I greininni er byggt jöfnum höndum á þekkingu og aðferðum í orðhlutafræði og í máltækni. Hér má sjá dæmi um góða uppskeru af samstarfi sérfræðinga á ólíkum sviðum. Loks höldum við á vit nafnfræðinnar með Sigurði R. Helgasyni. Markmið greinar hans er að skýra uppruna og merkingu óvenjulegra nafngifta: annars vegar Gullbrá og Gullbrárfoss og hins vegar Menglöð og Menglaðarfoss. Sigurður færir rök fyrir því að í báðum tilvikum sé vísað til gyðjunnar Freyju. Stefnt er að því að hafa ritdóm í hverju hefti tímaritsins, um mikil- væga orðabók eða eitthvert annað viðamikið orðfræðilegt eða mál- fræðilegt verkefni. Þessu hefti lýkur á einum ritdómi: Baldur Sig- urðsson fjallar um 3. útgáfu Islenskrar samheitaorðabókar í ritstjórn Svavars Sigmundssonar. Svavar ritstýrði einnig fyrri útgáfum sam- heitabókarinnar eins og kunnugt er. Eins og sjá má eru nú engar stuttar ritfregnir í tímaritinu og sömuleiðis hefur verið fallið frá því að fjalla sérstaklega um vænt- anlegar eða afstaðnar ráðstefnur. Meginástæðan fyrir þessari stefnu- breytingu er það mat að lesendur tímaritsins fylgist nú sjálfir vel með útgáfum og ráðstefnum sem þá varðar og falla undir efnissvið tímaritsins. Vefsíður eru almennt notaðar til að kynna hvað eina af því tagi. Árlegt prentað tímarit er því nú orðið ekki ákjósanlegasti miðillinn í því skyni. Eg færi fyrrverandi ritstjóra Orðs og tungu, Ástu Svavarsdóttur, þakkir fyrir ýmsa aðstoð og góð ráð við undirbúning fyrsta heftisins undir minni ritstjórn. Einnig þakka ég Bessa Aðalsteinssyni, sem annaðist umbrot tímaritsins og samskipti við kápuhönnuð og prent- smiðju, kærlega fyrir samstarfið. Þá færi ég hinni ráðgefandi ritnefnd tímaritsins bestu þakkir fyrir sinn mikilvæga skerf. Loks þakka ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.