Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 50
38
Orð og tunga
an um miðja 16. öld (CORDE). Nafnorðið espada merkir 'spaði'; við-
skeytið -illa er smækkunarending og ljær orðum ákveðinn blæ eins og
þegar orð á íslensku fá viðskeytið -lingur í merkingunni 'litli'. Má þá
útleggja espadilla sem spaðlingur eða 'litli spaði'.
3.12 Spaði
Spaði 'spilalitur' er tökumerking úr dönsku samkvæmt Asgeiri
Blöndal Magnússyni (1989:930). Elsta ritdæmið í ROH er frá 1887 úr
bókinni Islenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur (Jón Arnason og
Olafur Davíðsson 1887:323). Spader og spar kemur inn í dönsku trú-
lega fyrir 1700 (ODS) en elsta ritdæmi þess í nýdönsku er að finna í
Moralske Tanker, verki eftir Ludvig Holberg frá 1744 (ODS). Samkvæmt
heimildum ODS er orðið tekið úr spænsku espadas.
Spænska orðið espada í merkingunni 'spilalitur' hefur verið til
í málinu síðan spænsku spilin komu til sögunnar á 13. eða 14. öld,
jafnvel fyrr, en sumir spilafræðingar telja að uppruna spila og spila-
mennsku megi rekja til Spánar (Bider 1973).
3.13 Tótus
Tótus í lomber merkir það að ef „einhver sagnhafi hefur fengið fimm
fyrstu slagina og álítur að hann geti einnig fengið þá fjóra, sem eftir
eru á spilin sín, getur hann sagt tótus" (Sigurður Magnússon (þýð.)
1985:196), þ.e. hann „skuldbindur sig til að taka alla slagina gegn
aukavinningi [...] ef hann vinnur spilið". íslenskir lomberspilarar nota
einnig tú í sömu merkingu og tótus (Halldór Þorsteinsson 1983:12).
Hér liggur franska orðið til grundvallar en framburður tout/tous er tú.
Orðið tout finnst í dönsku síðan 1786 í merkingunni 'vinna alla
slagina' en í spilaútskýringum Melbye segir að „Naar en gior alle
stikkene i Spilet, saa kalder man det, efter det Franske Vole eller
Tous; paa spansk Todos, Italiansk Tutti" (Melbye 1786:23). í dönsku
orðabókinni er orðið skilgreint sem „en melding [i l'hombre], hvorved
man forpligter sig til at tage alle stik" (ODS), það er að segja, sögn
í lomber þar sem sagnhafi skuldbindur sig til að taka alla slagina.
Tout, eða atout, er tekið úr frönsku (ODS) þar sem það er notað í sömu
merkingu og hér er til umfjöllunar en elsta ritdæmið er frá 1680 (TLF).
I spænsku er orðið todo, fleirtala todos, einxaig notað í ofangreindri
merkingu. Elsta ritdæmi orðsins er frá fyrri hluta 17. aldar og kemur
fyrir í leikriti eftir Tirso de Molina (Chamorro Fernández 2005:135);