Orð og tunga - 01.06.2015, Page 52
40
Orð og tunga
upp kollinum í vísum og kvæðum allt frá 19. öld; önnur koma fyrst
fyrir í spilabókum og kverum. Það er ekki fyrr en dregur úr lomber-
spilamennsku á landinu að menn taka að skrá spilareglurnar, væntan-
lega fyrir það að lomber er einkar flókið spil í samanburði við önnur
sem voru spiluð í þá tíð. Má vera að það sé skýringin á því að það er
ekki fyrr en á seinni hluta 20. aldar sem við rekumst á bæklinga og
kver um lomberspilið eins og það sem Halldór Þorsteinsson gaf út árið
1983. En í inngangi segir hann að „með kveri þessu [sé] gerð tilraun til
að bæta að nokkru úr þeirri vöntun sem verið hefur á leiðbeiningum
um Lomber" (1983:3). I sumum tilvikum er um að ræða þýðingar úr
dönsku eins og raunin er um grein sem birtist í þýðingu Sigurðar
Magnússonar í ritinu Múlaþing árið 1985.
Orðin, sem hér hafa verið til umfjöllunar, eiga að baki langt ferðalag
þegar þau loks komast til Islands og bera sum þeirra þess merki að
hafa haft viðdvöl í öðrum tungumálum á leið sinni að sunnan og
norður. Þrátt fyrir það er athyglisvert hversu auðþekkjanleg þau eru
mörg hver í íslensku og öðrum tungumálum þar sem þau hafa tekið
sér bólfestu; suðrænt yfirbragð þeirra dylst fæstum. Þótt þau hafi í
einstaka tilfellum tekið á sig örlítið breytta mynd í gegnum tíðina þá
er merkingin almennt sú sama og hin upprunalega.
Lomberspilið virðist lifa góðu lífi meðal íslenskra spilamanna og
þá ekki bara í sinni gömlu mynd heldur einnig sem nýlomber og
lumbra (Þórarinn Guðmundsson 1989:173, 175). Gera má ráð fyrir
að spilið og hugtök og heiti sem tengjast því muni lifa með ástríðu-
fullum lomberspilurum enn um sinn. Síðan 2009 er hægt að nálgast
upplýsingar um lomberspilið og reglur þess á netinu (Ingólfur Sig-
fússon 2009) og spila þar ef mönnum hugnast að gera svo.
Heimildir
Ágúst H. Bjarnason. 1989. Lomber. Á vefsíðu: http://ahb.is/lomber/ (16. apríl
2014).
Bider, Pavle. 1973. Die spanische Herkunft der Spielkarte. Winsen-Luhe: Egbert
Meissenburg.
Chamorro Fernández, María Inés. 2005. Léxico del naipe del Siglo de oro. Gijón:
Ediciones Trea.
Cioranescu, Alejandro. 1987. Los hispanismos en el francés clásico. Madrid:
Anejos del Boletín de la Real Academia Espanola.
Dansk l'Hombre Union. Á vefsíðu: http://www.lhombre.dk/ (16. apríl 2014).
Depaulis, Thierry. 1987/1988a. Ombre et Lumiére. Un Peu de Lumiére sur