Orð og tunga - 01.06.2015, Qupperneq 78
66
Orð og tiinga
3 Orðasambönd og hugræn fræði
3.1 Um orðasambönd, myndhvörf og líkingar
Efniviður í orðasambönd, orðtök og orðatiltæki er gjarnan sóttur í
smiðju myndhvarfa og líkinga. Að undanförnu hafa fræðimenn,
sem aðhyllast hugræn fræði, skoðað myndhvörf í orðasamböndum
með það fyrir augum að greina þau, einkum þann hugtakslega veru-
leika sem liggur að baki þeim, til dæmis í orðasamböndum sem tjá
hræðslu, hungur, ofát, reiði og fleira í þeim dúr. Vöngum er velt yfir
því hvaða hugtakslíkingar liggi að baki orðasamböndum eins og
náfólna af skelfingu, springa úr reiði, vera gutlandi svangur eða éta sig í
belg. Eins og áður sagði eru hugfræðingar almennt þeirrar skoðunar
að líkingar og myndhvörf eigi gjarnan upptök sín í líkamsreynslu.
Þegar við finnum fyrir hræðslu þá bregst líkaminn við með ýmsum
hætti, til dæmis örari hjartslætti eða öfugt, hækkuðum blóðþrýstingi,
breyttu hitastigi, örari andardrætti, jafnvel þvagláti ef því er að skipta.
Svipað er uppi á teningnum þegar við reiðumst eða sveltum heilu
hungri. Viðbrögð líkamans eða manneskjunnar geta orðið kveikjan
að orðasambandi. Og þar sem lífeðlisfræðileg viðbrögð líkamans eru
alla jafna sammannleg (Wierbizcka 1999) má álykta sem svo að hug-
taksmyndhvörfin, sem liggja að baki orðasamböndum af því tagi sem
hér eru til umfjöllunar, séu algild (sjá Kövecses 1995:181-182). Þá má
allt eins álykta að orðasambönd af sama toga séu það líka.
í skrifum sínum bendir Pamies (2001b, 2002) á að hugræn fræði,
einkum hugræn merkingarfræði, hafi auðveldað til muna rannsóknir
í orðasambandafræði og boðið upp á kenningaramma sem hefur gert
fræðimönnum á þessu sviði kleift að skipa orðasamböndum í kerfi
í samræmi við hugtakslíkingar, vensl þeirra og andstæður sem þau
mynda. Slík flokkun og skilgreining er að hans mati markvissari og
nákvæmari en aðferðir sem hafa verið notaðar hingað til, t.a.m. flokkun
eftir stafrófsröð. Einnig telur hann að kenningar hugfræðinga nýtist í
þýðingarfræði með þeim hætti að flokkun byggð á hugtakslíkingum
auðveldi að finna viðeigandi jafnheiti orða eða orðasambanda á milli
ólíkra tungumála (Pamies 2001b, 2002; Penas (ritstj.) 2009).