Orð og tunga - 01.06.2015, Page 79
Penas lbánez og Erla: Með hjartað í lúkunum
67
3.2 Orðasambönd og hugmyndir spænskra fræðimanna
Eins og áður var vikið að hafa Antonio Pamies og Eva María Inesta,
fræðimenn við Granadaháskóla, smíðað líkan sem byggir á hug-
myndum Lakoffs og Johnsons og fleiri sérfræðinga og áhugamanna
um hugræn fræði og merkingarfræði (Wierzbicka, Dobrovol'skij,
Kövecses, Moreno Cabrera). Markmiðið með líkaninu var að komast að
því hvort sameiginleg hugtaksmyndhvörf eða hugtakslegur veruleiki
lægi orðtökum eða orðasamböndum til grundvallar í mismunandi
tungumálum; en einnig hvort hægt væri að flokka orðasambönd eftir
hugtaksmyndhvörfum sem eru að baki þeim.
Pamies og Ifiesta benda á að þótt myndhvörf falli undir sama
marksvið sé ekki þar með sagt að orð eða orðasambönd, sem byggjast
á þeim, séu algerlega samræð, þ.e. hafi sömu eða næstum sömu merk-
ingu. Séu þau samræð ætti að vera unnt að skipta um þau í hvaða
samhengi sem er án þess að merkingarbreyting verði. Þau benda
hins vegar á að þegar myndhverfar yrðingar eru á sama marksviði
og sama upptakasviði megi segja að talsverð líkindi séu með þeim.
í rannsókn þeirra er því litið svo á að tvö orðtök séu jafnheiti að því
leyti að skilgreiningin er sú sama, t.d. jón náfólnaði af skelfingu, Jón
stirðnaði af skelfingu, Jón lamaðist af skelfingu, Jón gerði í sig, Jón missti
hjartað í buxurnar, Jón vætti buxurnar. Orðasamböndin eða yrðingarnar
tjá allar það sama: 'Jón varð hræddur', þ.e. þau tjá 'hræðslu'.
Áður var sagt að marksvið og upptakasvið mynduðu eina heild sem
kallast hugtaksmyndhvörf eða hugtakslíkingar. Pamies og Inesta bæta
við tveimur sviðum sem nú skal litið nánar á: Hið fyrra kalla þau
grunnmynd (modelo icónico) en það er annað tveggja millistiga á milli
upptakasviðs og myndlíkinga. Það getur verið samsett úr tveimur eða
fleiri þáttum af upptakasviðinu. Þá tekur við svið sem þau nefna erki-
myndhvörf eða erkilíkingar (archimetáfora). Um er að ræða næstsíðasta
þrepið í líkaninu og er það nánari útlistun á hverjum og einum lið
eða þætti sem fellur undir grunnmynd. Að lokum kemur sjálf mynd-
líkingin. I Töflu 1 er líkan Pamies og Inesta (2000) fyrir marksviðið
hræðslu.