Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 79

Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 79
Penas lbánez og Erla: Með hjartað í lúkunum 67 3.2 Orðasambönd og hugmyndir spænskra fræðimanna Eins og áður var vikið að hafa Antonio Pamies og Eva María Inesta, fræðimenn við Granadaháskóla, smíðað líkan sem byggir á hug- myndum Lakoffs og Johnsons og fleiri sérfræðinga og áhugamanna um hugræn fræði og merkingarfræði (Wierzbicka, Dobrovol'skij, Kövecses, Moreno Cabrera). Markmiðið með líkaninu var að komast að því hvort sameiginleg hugtaksmyndhvörf eða hugtakslegur veruleiki lægi orðtökum eða orðasamböndum til grundvallar í mismunandi tungumálum; en einnig hvort hægt væri að flokka orðasambönd eftir hugtaksmyndhvörfum sem eru að baki þeim. Pamies og Ifiesta benda á að þótt myndhvörf falli undir sama marksvið sé ekki þar með sagt að orð eða orðasambönd, sem byggjast á þeim, séu algerlega samræð, þ.e. hafi sömu eða næstum sömu merk- ingu. Séu þau samræð ætti að vera unnt að skipta um þau í hvaða samhengi sem er án þess að merkingarbreyting verði. Þau benda hins vegar á að þegar myndhverfar yrðingar eru á sama marksviði og sama upptakasviði megi segja að talsverð líkindi séu með þeim. í rannsókn þeirra er því litið svo á að tvö orðtök séu jafnheiti að því leyti að skilgreiningin er sú sama, t.d. jón náfólnaði af skelfingu, Jón stirðnaði af skelfingu, Jón lamaðist af skelfingu, Jón gerði í sig, Jón missti hjartað í buxurnar, Jón vætti buxurnar. Orðasamböndin eða yrðingarnar tjá allar það sama: 'Jón varð hræddur', þ.e. þau tjá 'hræðslu'. Áður var sagt að marksvið og upptakasvið mynduðu eina heild sem kallast hugtaksmyndhvörf eða hugtakslíkingar. Pamies og Inesta bæta við tveimur sviðum sem nú skal litið nánar á: Hið fyrra kalla þau grunnmynd (modelo icónico) en það er annað tveggja millistiga á milli upptakasviðs og myndlíkinga. Það getur verið samsett úr tveimur eða fleiri þáttum af upptakasviðinu. Þá tekur við svið sem þau nefna erki- myndhvörf eða erkilíkingar (archimetáfora). Um er að ræða næstsíðasta þrepið í líkaninu og er það nánari útlistun á hverjum og einum lið eða þætti sem fellur undir grunnmynd. Að lokum kemur sjálf mynd- líkingin. I Töflu 1 er líkan Pamies og Inesta (2000) fyrir marksviðið hræðslu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.