Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 99
Penas Ibánez og Erla: Með hjartað í lúkunum
87
óendanlega við, þ.e.a.s. er botnlaus. í báðum tungumálunum finnast
orðasambönd þar sem þessari hugarmynd er brugðið upp.
5. Manneskja sem borðar mikið er hlutur
íslenska: Vera botnlaus, vera matargat, vera gámur, vera hámur, vera hít,
vera svelgur, matsvelgur.
Spænska: Ser un saco roto 'vera matargat (vera eins og götugur poki)',
ser un saco sin fondo 'vera botnlaus (poki)', comer como si tuviera la tripa
rota 'éta eins og gat væri á maganum (vera matargat)', comer más que
una lima (como una lima) 'éta meira en (eins og) ryksuga', comer como
una lima sorda 'éta meira en hljóðlát ryksuga', comer más que un sabahón
'borða mikið og gleypilega', comer como un descosido 'borða mikið og
ákaflega', ponerse como un trompo 'vera eins og skopparakringla', ser
una buena cuchara 'vera eins og stór ausa'.
GRUNNMYND 5 [dÝr]
Manneskjunni er oft líkt við dýr sem étur mikið og er dýrt á fóðrum.
Skepnan getur verið kjötæta (tígrisdýr, úlfur) en einnig húsdýr sem
er grasæta eða alæta (hross, svín). Fuglar koma hér einnig við sögu:
hrægammur í spænsku og skarfur í íslensku.
6. Manneskja sem borðar mikið er dýr
íslenska: Éta eins og skepna, éta eins og bestía, éta eins og hross, éta eins
og svín, éta eins og gaddhestur, éta eins og hestur í afmæli, éta eins og
hungraður úlfur, vera átvargur, vera átvagl, vera búrsnati, vera matarkind,
matarkogni, matarskepna, mathákur, matgoggur, skarfiir.
Spænska: Comer como un lobo 'éta eins og úlfur', comer como una fiera
'éta eins og skepna', comer como una bestia 'éta eins og bestía', comer
como un atiimal 'éta eins og dýr', comer como un caballo 'éta eins og
hross', comer más que un caballo 'éta meira en hross', comer como un
cerdo 'éta eins og svín', comer como un buitre 'éta eins og hræfugl',
comer más que un buitre 'éta meira en hræfugl', comer más que un gusano
de seda 'éta meira en silkiormur'.
GRUNNMYND6[MAGN]
Hér er varpað upp þeirri mynd að einhver borði svo mikið að það sé
á við tiltekinn fjölda fólks og jafnvel herdeild eða heilan her. Magnið,