Orð og tunga - 01.06.2015, Side 115
Katrín Axelsdóttir: Beyging og merking orðsins hjalt
103
samt er notuð fleirtala, hjöltu. Heimildarmennirnir, sem minnst var
á í 4. kafla, voru allir sammála um að fleirtala, hjölt eða hjöltu, væri
'fremra hjalt', tveir þeirra sögðust þó einnig geta skilið fleirtöluna
sem 'efra og fremra hjalt'. Þarna virðist því hafa orðið breyting (a.m.k.
í máli sumra); það sem eitt sinn virðist alltaf hafa verið kallað hjalt
(eða nánar tiltekið fremra hjalt) er nú í máli sumra (flestra?) hjölt eða
hjöltu; þetta er þá fleirtöluorð í máli þessa fólks.
Þessi merkingarbreyting, sem er nánar tiltekið merkingarþreng-
ing,6 virðist ekki alveg nýtilkomin þótt svo mætti e.t.v. ætla með hlið-
sjón af íslenskri orðabók (2002). í seðlauppskrift af óútgefnu orðabók-
arhandriti Jóns Ólafssonar (1734-1779) eru tveir seðlar um orðið hjalt.
Ekki verður betur séð en að á þeim báðum sé með fleirtölumyndinni
hjölt átt við 'fremra hjalt'.7 Merkingarþrengingin er skv. þessu þegar
orðin á 18. öld.
Ekki er hlaupið að því að tímasetja merkingarþrenginguna nánar
því að í ritum er oft óljóst við hvaða hluta sverðs fleirtalan á nákvæm-
lega. En gera má tilraun til að komast aftar í tíma. I fornaldarsögunni
Hrómundar sögu Gripssonar stendur þetta:
(9) Hrómundr varð glaðr við ok kyssti á hjölt sverðsins ok
umbunaði vel karli. (Fornaldar sögur Norðurlanda II 1950:418)
Nú getur verið að höfundur sögunnar hafi hugsað sér að Hrómundur
hafi margkysst sverðið, efra hjalt, fremra hjalt, og jafnvel meðalkaflann
líka. En ef kossinn er aðeins einn merkir fleirtalan hjölt hér væntanlega
'fremra hjalt'. En hér er rétt að nefna að Hrómundar saga er ung, hún
er varla samin fyrir miðja 17. öld (sjá t.d. Simek og Hermann Pálsson
1987:181). Dæmið bendir því ekki til þess að merkingin 'fremra hjalt'
hafi þekkst í fornu máli. En dæmið bendir hins vegar til þess (ef það
er rétt skilið að kossinn sé einn) að merkingin hafi verið komin upp
á 17. öld.
6 Hér er notað hugtakið merkingarþrenging. Með því er átt við að ný merk-
ing fleirtölunnar vísar til hluta þess sem sú eldri vísaði til. Ekki er víst að
allir túlki merkingarþrengingu á þennan hátt. Merkingarbreytingar eru
ekki alltaf flokkaðar á sama hátt og milli flokka getur verið skörun (sbr.
t.d. Campbell 2004:254).
7 Áöðrum stendur: „Partes gladii sunt x x hiallt, n. hodie in pl. hióllt. anterior
manubri pars, hodie stickplata." 'Hlutar sverðsins eru ... hjalt, hk. nú í ft.
hjölt, fremri hluti handfangs, nú stikkplata.' Á hinum stendur: „hjallt, n.
umbo ensis, inter capulum et laminam, vulgö hjóllt. n. pl. (SnE)." 'hjalt, hk.
hlíf á sverði, á milli handfangs og blaðs, almennt hjölt, hk.ft. (SnE).'