Orð og tunga - 01.06.2015, Side 120
108
Orð og tunga
b. Dany sá að bróðir hennar ríghélt um hjölt lánssverðsins.
(Martin 2012:44)
(16) a. His hand curled around the smooth dragonbone hilt...
(Martin 2005:198-199)
b. Hönd hans lokaðist um slétt drekabeinshjöltin ...
(Martin 2012:213)
Það er varla ríghaldið eða gripið um annað á sverði en handfangið eitt
undir venjulegum kringumstæðum. Hér hefði því væntanlega verið
eðlilegra að þýða hilt með meðalkafli eða handfang. Því er þó ekki að
neita að þýðandanum er nokkur vandi á höndum. Það hilt, sem nefnt
er í (15a), er sama hilt og í (lla) og (12a). Auk þess notar höfundurinn
stundum orðið grip þegar hann á við meðalkaflann sérstaklega.
6 Af hverju kom myndin hjöltu(n) upp?
Þá er að víkja aftur að breytingunni hjölt(in) —> hjöltu(n) sem fjallað
var um í 4. kafla. Hér er spurt um ástæður þessarar breytingar.
Sem kunnugt er hefur tíðni áhrif á virkni beygingarmynstra. Með
tíðni er hér átt við það sem kallað hefur verið stærð mengis (e. type
frequency) en hugtakið lýtur að fjölda þeirra orða sem tilheyra tilteknu
beygingarmynstri eða flokki. Stórir flokkar eru jafnan stöðugir og
bæta gjarna við sig orðum. Hinir smærri eiga frekar undir högg að
sækja; orð innan þeirra taka oft að beygjast eftir öðru og algengara
mynstri og þeir draga síður að sér ný orð. Veikar sagnir, sem beygjast
eins og kalla, eru t.d. mjög stór flokkur. Þeirri beygingu fylgja nánast
allar tökusagnir (s.s. bögga, beila, deita) og þá beygingu hafa tekið upp
ýmsar sagnir sem áður tilheyrðu smærri flokkum (s.s. bjarga - bjargaði
sem áður var sterk sögn, bjarga - barg).
En þessi megintilhneiging er ekki án undantekninga. Þekkt dæmi
snýst um hóp sterkra sagna í ensku, sagna á borð við sting - stung
(sjá t.d. Haspelmath og Sims 2010:127-128 og ítarlegar t.d. Bybee og
Slobin 1982 og Bybee og Moder 1983). Þessi litli flokkur hefur dregið
að sér sagnir sem áður beygðust veikt, s.s.fling (áður flinged, nú flung),
og tilheyrðu því mjög stöðugum og virkum flokki. Þessi óvænta
þróun er skýrð með vísan til þess að orðin í sagnahópnum litla eiga
sitthvað sameiginlegt hljóðfræðilega fyrir utan að hafa sérhljóðavíxl
(yfirleitt i-w-víxl) milli nútíðar og þátíðar (sbr. cling - clung, spin -
spun, hang - hung, stick - stuck). Orðahópar á borð við þennan hafa