Orð og tunga - 01.06.2015, Page 122
110
Orð og tunga
digma, drama, firma, skema, þei?ia, dílemma, stemma ('ættarskrá handrita
að sama verkinu') og tesla ('mælieining á segulstyrk').
En þótt flokkur ím-stofna sé ekki lokaður fyrir nýjum orðum er
heldur óvænt að hann laði til sín orð sem tilheyrir stórum og stöðugum
flokki eins og gerst hefur í tilviki orðsins hjalt. Nú má spyrja hvort
skýringa sé að leita í tilvist einhvers konar orðagengis eins og lýst var
hér að ofan. Ekki er að sjá að nein orð í flokknum myndi hóp sem er
hljóðfræðilega líkur orðinu hjalt. Eina orðið, sem líkist því töluvert,
er orðið hjarta og það þarf fleiri en einn til að mynda gengi. Það má
reyndar vel vera að hljóðafar orðsins hjarta hafi haft áhrif þótt það
sé eitt á báti. Hjarta er með algengari orðum fljz-stofna. í ritunum,
sem liggja Islenskri orðtíðnibók til grundvallar, er það í þriðja sæti (75
dæmi), á eftir eyra (97 dæmi) og auga (613 dæmi) sem er, eins og sjá
má, langalgengast (íslensk orðtíðnibók 1991:34,108,199).
En þá má spyrja hvort orðin í flokki ím-stofna eigi þá eitthvað annað
sameiginlegt með orðinu hjalt. Nokkur þeirra vísa til fyrirbæra sem
koma oftast fyrir í pörum. Það á við um auga, eyra, lunga, nýra og eista.
I þessum hópi eru einmitt tvö algengustu orð flokksins, auga og eyra.
Eins og nefnt var í 5.1 getur fleirtala orðsins hjalt vísað til „pars" af
hjöltum, þ.e. fremra hjalts og efra hjalts. Þarna kom líka fram að í máli
sumra (og kannski flestra) vísar fleirtala orðsins til fremra hjaltsins
eingöngu. Þann sverðshluta má reyndar ímynda sér sem eins konar
tvennd, þessi hluti sverðsins vísar í tvær áttir. Það er því sama hvor
skilningurinn er lagður í fleirtölu orðsins hjalt; í báðum tilvikum má
leggja tvenndarmerkingu í orðmyndina. Það kæmi ekki á óvart að
tengsl væru milli þessarar staðreyndar og þess að nokkur an-stofna
orðin vísa í fleirtölu yfirleitt til pars eða para. Það má þannig segja að
auga, eyra, lunga, nýra og eista myndi merkingarlegt orðagengi.12
Það er ekki oft sem merking orða, sem verða fyrir áhrifsbreytingum,
er sett í samband við breytingarnar (enda oft engin ástæða til) en þess
eru þó dæmi. Hock og Joseph (1996:158-159, 162) fjalla um tvö slík
tilvik. Bæði snúast þau um orð sem hafa tekið óvæntum breytingum.
I öðru tilvikinu er um að ræða orðið fowl 'fugl' og reyndar nokkur
önnur orð. Foiol hafði í fornensku reglulega fleirtölu (fugl-as). Þetta orð
getur nú haft bæði hina reglulegu s-fleirtölu (fowls) og endingarlausa
fleirtölu (fowl) en slík fleirtölumyndun er nú sjaldgæf í ensku. Hin
óvenjulega þróun hefur verið skýrð með vísan til þess að fowl er á
sama merkingarsviði og deer ('hjartardýr', áður 'dýr'), hvort tveggja
12
Hér er gert ráð fyrir að fleirtöluendingin -u hafi þróað með sér sérstaka merkingu,
tvítölumerkingu, í orðum eins og auga og cyra.