Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 148

Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 148
136 Orð og tunga Gamlir menn segja, að fossinn beri nafn af tröllkonu, sem fyrrum hafi átt bústað undir honum og hafi heitið Menglöð. A fyrri tímum á hún að hafa verið svo hrekkjótt, að hún villti smalamenn í glaða sólskini, svo að þeir kunnu ekki fótum sínum forráð. - Flestar eða jafnvel allar sagnir um hana munu vera gleymdar. í byrjun 19. aldar bjó bóndi, sem Kristján Olafsson hét, á Vet- urhúsum, innsta bæ í Hamarsdal. Hann var búsýslumaður og fjárhirðir góður. Eitt sinn á jólaföstu vaknaði Kristján nokkru fyrir dag og hugðist að reka sauðfé sitt til beitar; var veð- ur gott og glaða tunglskin. A meðan hann var að klæða sig, varð honum litið út um stafnglugga á baðstofunni og niður á grundina fyrir neðan túnið. Sá hann þá afar stórvaxna konu, sem skálmaði í áttina til daldragsins og bar hratt yfir; virtist honum hún bera byrði á baki. Leið hennar lá fram hjá hest- húskofa, þar sem inni voru tveir hestar. Staðnæmdist hún við dyrnar og hlustaði, en hélt síðan leiðar sinnar og hvarf yfir af ásnum, sem er skammt frá bænum. Taldi Kristján víst, að þetta hefði verið Menglöð og komið frá því að veiða silung um nóttina í Einstigsfossi, sem er alllöngu utar í dalnum, en mjög skammt frá Hamarsseli. (Jónas Rafnar og Þorsteinn M. Jónsson (ritstj.) 1947:41 J1 3 Freyja 3.1 Gullbrá og Menglöð sem Freyjuheiti Það sem er sameiginlegt með þeim Menglöðu og Gullbrá er að báðar eiga sér bústað í fossi sem ber nafn þeirra, Gullbrárfossi annars vegar og Menglaðarfossi hins vegar. Þær eru báðar óvættir sem lifa í þjóðsögnum. Báðar virðast þær eiga sér bjartari fortíð. Menglöð er sögð hafa brugðið á leik við smalamenn í glaða sólskini á fyrri tímum og Gullbrá kemur til sinnar sögu sem óvenju fögur kona. Þær bera báðar falleg nöfn, nöfn sem vekja jákvæð hughrif og virðast í fullkomnu ósamræmi við nafnbera. 1 Aðra útgáfu af sögunni um Menglöðu, sem er að nokkru frábrugðin sögunni hér að ofan, er að finna í ritinu Af sjónarhrauni (Eiríkur Sigurðsson 1976:83-84). Þar er Menglaðarfoss nefndur Bótarfoss en hellir nefndur Menglaðarhellir undir fossinum, sem leiðir hugann að hellinum undir Gullbrárfossi í Hvammsá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.