Orð og tunga - 01.06.2015, Qupperneq 148
136
Orð og tunga
Gamlir menn segja, að fossinn beri nafn af tröllkonu, sem
fyrrum hafi átt bústað undir honum og hafi heitið Menglöð.
A fyrri tímum á hún að hafa verið svo hrekkjótt, að hún villti
smalamenn í glaða sólskini, svo að þeir kunnu ekki fótum
sínum forráð. - Flestar eða jafnvel allar sagnir um hana munu
vera gleymdar.
í byrjun 19. aldar bjó bóndi, sem Kristján Olafsson hét, á Vet-
urhúsum, innsta bæ í Hamarsdal. Hann var búsýslumaður og
fjárhirðir góður. Eitt sinn á jólaföstu vaknaði Kristján nokkru
fyrir dag og hugðist að reka sauðfé sitt til beitar; var veð-
ur gott og glaða tunglskin. A meðan hann var að klæða sig,
varð honum litið út um stafnglugga á baðstofunni og niður á
grundina fyrir neðan túnið. Sá hann þá afar stórvaxna konu,
sem skálmaði í áttina til daldragsins og bar hratt yfir; virtist
honum hún bera byrði á baki. Leið hennar lá fram hjá hest-
húskofa, þar sem inni voru tveir hestar. Staðnæmdist hún við
dyrnar og hlustaði, en hélt síðan leiðar sinnar og hvarf yfir
af ásnum, sem er skammt frá bænum. Taldi Kristján víst, að
þetta hefði verið Menglöð og komið frá því að veiða silung
um nóttina í Einstigsfossi, sem er alllöngu utar í dalnum, en
mjög skammt frá Hamarsseli. (Jónas Rafnar og Þorsteinn M.
Jónsson (ritstj.) 1947:41 J1
3 Freyja
3.1 Gullbrá og Menglöð sem Freyjuheiti
Það sem er sameiginlegt með þeim Menglöðu og Gullbrá er að báðar
eiga sér bústað í fossi sem ber nafn þeirra, Gullbrárfossi annars
vegar og Menglaðarfossi hins vegar. Þær eru báðar óvættir sem lifa
í þjóðsögnum. Báðar virðast þær eiga sér bjartari fortíð. Menglöð
er sögð hafa brugðið á leik við smalamenn í glaða sólskini á fyrri
tímum og Gullbrá kemur til sinnar sögu sem óvenju fögur kona. Þær
bera báðar falleg nöfn, nöfn sem vekja jákvæð hughrif og virðast í
fullkomnu ósamræmi við nafnbera.
1 Aðra útgáfu af sögunni um Menglöðu, sem er að nokkru frábrugðin sögunni hér
að ofan, er að finna í ritinu Af sjónarhrauni (Eiríkur Sigurðsson 1976:83-84). Þar er
Menglaðarfoss nefndur Bótarfoss en hellir nefndur Menglaðarhellir undir fossinum,
sem leiðir hugann að hellinum undir Gullbrárfossi í Hvammsá.