Orð og tunga - 01.06.2015, Page 150

Orð og tunga - 01.06.2015, Page 150
138 Orð og tnnga samið sögukorn af tröllkonu er héti Menglöð og tengdist fossinum. Sé örnefnið heiðið að uppruna má ætla að tröllgerving Freyju sé eins konar afskræming kristinna manna, svipað og virðist í tilviki Gullbrár, ef til vill í því skyni að fæla menn frá fossinum sem gat þá hafa verið helgistaður Freyju í heiðni. Má í því sambandi nefna að þekkt er tenging frjósemisgoða við vatn (Ingunn Ásdísardóttir 2007:286). Vert er einnig að benda á að samkvæmt þjóðsögunum er mjög algengt að tröllkonur séu sagðar búa í fossum og giljum. Nútímamenn spyrja væntanlega hvað Freyja sé að gera í fossi inn af Hamarsfirði langt frá mannabyggð. Þá er því til að svara að helgi staða virðist, sé tekið mið af örnefnum, hafa verið mjög náttúrutengd til forna á Islandi. Nefna má að goðkennd fjöll eru vel á þriðja tug á landinu - nær eingöngu á Austurlandi - svo sem Goðaborg, Goða- tindur, Þórfell, Ragnaborg og Ragnamúli, flest hver á fjöllum og fjarri byggð. Goðhólar eru rúmlega tuttugu, flestir hins vegar í næsta ná- grenni við byggð (Sigurður R. Helgason 2013). Goðafossar eru sex alls (sbr. Svavar Sigmundsson 2007). Líklegt er að helgi staða til forna hafi oft á tíðum ákvarðast af staðháttum. Maðurinn velur aldrei helgan stað, skv. trúarbragðafræðingnum Eliade, heldur verður manninum ljós helgi staðarins, þ.e. hún opinberast honum. Helgi staðar getur þannig birst til dæmis í formi landslags eða því sem ber fyrir augu á viðkomandi stað eða þeim hughrifum sem staðurinn vekur (Eliade 1996:369). Eliade fjallar um helga staði almennt. Svo að lögð sé áhersla á þá hugsun að staðurinn „velji sig sjálfur" þá segir sagn- og trúarbragðafræðingurinn Nilsson, sem ritaði um trúarlíf Grikkja og Rómverja til forna, að meðal vor verði ákveðinn staður helgur þegar kirkja er byggð og hún vígð við sérstaka athöfn sem ljær viðkomandi stað helgi. En meðal fornmanna hafi þessu verið öfugt farið, þ.e. helgi tiltekins staðar varð tilefni þess að guðshús var reist (Nilsson 1967:74). Því ber að varast að ganga út frá kristinni hugsun við mat á því hvar helgir staðir heiðinna manna kunni að hafa verið. Víkjum aftur að Gullbrá og Gullbrárfossi. Eins og nefnt hefur verið er annar Gullbrárfoss í grennd við umræddan Gullbrárfoss inn af Hvammi, þ.e. Gullbrárfoss í Flekkudalsá á Fellsströnd. Gullbrárfossar eru því a.m.k. tveir. Fleiri gullbrár-örnefni eru til á Islandi, svo sem kletturinn Gullbrá á eystri gilbarmi Álftakvíslar í afrétti Álftavers, í Vestur-Skaftafellssýslu. Gilið eða gljúfrið sjálft heitir Gullbrárgljúfur og svæðið austan gljúfursins allt að Hólmsá ber nafnið Gullbráraxlir {Örnefnaskrá Alftaversafréttar). Ekki eru kunnar sagnir til skýringar á öðrum gullbrár-örnefnum en fossinum í Skeggjadal og ekki er úti-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.