Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 150
138
Orð og tnnga
samið sögukorn af tröllkonu er héti Menglöð og tengdist fossinum.
Sé örnefnið heiðið að uppruna má ætla að tröllgerving Freyju sé eins
konar afskræming kristinna manna, svipað og virðist í tilviki Gullbrár,
ef til vill í því skyni að fæla menn frá fossinum sem gat þá hafa verið
helgistaður Freyju í heiðni. Má í því sambandi nefna að þekkt er
tenging frjósemisgoða við vatn (Ingunn Ásdísardóttir 2007:286). Vert
er einnig að benda á að samkvæmt þjóðsögunum er mjög algengt að
tröllkonur séu sagðar búa í fossum og giljum.
Nútímamenn spyrja væntanlega hvað Freyja sé að gera í fossi inn
af Hamarsfirði langt frá mannabyggð. Þá er því til að svara að helgi
staða virðist, sé tekið mið af örnefnum, hafa verið mjög náttúrutengd
til forna á Islandi. Nefna má að goðkennd fjöll eru vel á þriðja tug
á landinu - nær eingöngu á Austurlandi - svo sem Goðaborg, Goða-
tindur, Þórfell, Ragnaborg og Ragnamúli, flest hver á fjöllum og fjarri
byggð. Goðhólar eru rúmlega tuttugu, flestir hins vegar í næsta ná-
grenni við byggð (Sigurður R. Helgason 2013). Goðafossar eru sex alls
(sbr. Svavar Sigmundsson 2007). Líklegt er að helgi staða til forna hafi
oft á tíðum ákvarðast af staðháttum. Maðurinn velur aldrei helgan
stað, skv. trúarbragðafræðingnum Eliade, heldur verður manninum
ljós helgi staðarins, þ.e. hún opinberast honum. Helgi staðar getur
þannig birst til dæmis í formi landslags eða því sem ber fyrir augu á
viðkomandi stað eða þeim hughrifum sem staðurinn vekur (Eliade
1996:369). Eliade fjallar um helga staði almennt. Svo að lögð sé
áhersla á þá hugsun að staðurinn „velji sig sjálfur" þá segir sagn- og
trúarbragðafræðingurinn Nilsson, sem ritaði um trúarlíf Grikkja og
Rómverja til forna, að meðal vor verði ákveðinn staður helgur þegar
kirkja er byggð og hún vígð við sérstaka athöfn sem ljær viðkomandi
stað helgi. En meðal fornmanna hafi þessu verið öfugt farið, þ.e. helgi
tiltekins staðar varð tilefni þess að guðshús var reist (Nilsson 1967:74).
Því ber að varast að ganga út frá kristinni hugsun við mat á því hvar
helgir staðir heiðinna manna kunni að hafa verið.
Víkjum aftur að Gullbrá og Gullbrárfossi. Eins og nefnt hefur verið
er annar Gullbrárfoss í grennd við umræddan Gullbrárfoss inn af
Hvammi, þ.e. Gullbrárfoss í Flekkudalsá á Fellsströnd. Gullbrárfossar
eru því a.m.k. tveir. Fleiri gullbrár-örnefni eru til á Islandi, svo sem
kletturinn Gullbrá á eystri gilbarmi Álftakvíslar í afrétti Álftavers, í
Vestur-Skaftafellssýslu. Gilið eða gljúfrið sjálft heitir Gullbrárgljúfur
og svæðið austan gljúfursins allt að Hólmsá ber nafnið Gullbráraxlir
{Örnefnaskrá Alftaversafréttar). Ekki eru kunnar sagnir til skýringar
á öðrum gullbrár-örnefnum en fossinum í Skeggjadal og ekki er úti-