Orð og tunga - 01.06.2015, Page 151
Sigurður R. Helgason: Gullbrá og Menglöð
139
lokað að þau nöfn séu dregin af gullnum lit eða af plöntunni gull-
brá. Sambærileg nöfn eru kunn í Noregi, svo sem Gullbraafossen í
Eksingedal á Hörðalandi (Navneregister 1990:186), fjallstindurinn
Gullbraaknausen sem er þar skammt undan og bæjarnafnið Gullbraa. I
Norske Gaardnavne er bent á að það sé sama orð og gullbrá í norrænu.
Nafnið (ritað Guldbraa) er ekki skýrt en þó segir: „Det er vel neppe
egentlig en Personbetegnelse. Gaarden ligger paa en Flade under
en hoi Fjeldkant" (Rygh 1910:521). Heimildarmaður minn (Gullbraa
2013) þekkir enga sögu um Gullbraafossen í Eksingedal.
Afar hæpið verður að teljast að flagðið Gullbrá, eins og henni er
lýst í þjóðsögunni, hafi verið tilefni þess að bændur nefndu fossa sína
eftir henni. Eðlilegt er að skyggnast lengra. Gullbrár-örneíni, svo og
nafn gýgjarinnar í þjóðsögunni, eru í hrópandi mótsögn við hið illa
eðli flagðsins sem reyndar er sögð mjög fríð sýnum í upphafi sögu.
Gullbrá forðast ljósið sem er eitt höfuðtákn kristindómsins á miðöld-
um og leitar í myrkrið, tákn hins illa. Samkvæmt þjóðsögunni reisir
Gullbrá hof og eflir stóra seiða en Snorri segir einmitt að Freyja hafi
kennt ásum seið (Bjarni Aðalbjarnarson (útg.) 1941:13). Hún er sögð
rammheiðin og þolir ekki kristni. Oþol hennar gagnvart kristninni
virðist eðlislægt.
Sjálfsagt er að kanna hvort nafnið Gullbrá sé að finna einhvers
staðar í miðaldaritum íslenskum. Þrjú tilvik koma í ljós, þar af tvö
mjög athyglisverð. Tilvikin tvö eru viðurnöfn tveggja íslenskra
skálda, annars vegar nafn Bjarna Gullbrárskálds Hallbjarnarsonar
(Bjarni Aðalbjarnarson (útg.) 1945:320) og hins vegar Gissurar Gull-
brár Guðbrandssonar (Bjarni Aðalbjarnarson (útg.) 1945:358). Giss-
ur er reyndar einnig nefndur Gissur Gullbrárfóstri og Gissur Gull-
brárskáld í sumum heimildum (Bjarni Einarsson 1982:74). Báðir voru
uppi í lok tíundu og á fyrri hluta elleftu aldar og báðir voru skáld
Ólafs helga, Noregskonungs. ímynda mætti sér að báðir hafi ort til
sömu konunnar er borið hafi nafnið eða viðurnefnið Gullbrá. Slíkt
hljómar hins vegar fremur ólíklega. Hafi þeir á hinn bóginn báðir ort
ástargyðjunni Freyju lofkvæði, og hlotið viðurnefnið Gullbrárskáld
eða Gullbrárfóstri fyrir vikið, hljómar það mun sennilegar. Þriðja til-
vikið er Gullbrá, dóttir Vísivalds konungs í Garðaríki, í Vilmundar
sögu viðutan sem er ung riddarasaga með ævintýrablæ. Það varpar
þó í engu frekara ljósi á nafnið (Bjarni Vilhjálmsson (útg.) 1951).
Athygli vekur að Gullbrá breytist í steindrang við fossinn þegar
Skeggi vinnur það heit að byggja kirkju að Hvammi. Minnir það
óneitanlega á eftirfarandi sögn í örnefnaskrá Munkaþverár um Goða-