Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 151

Orð og tunga - 01.06.2015, Síða 151
Sigurður R. Helgason: Gullbrá og Menglöð 139 lokað að þau nöfn séu dregin af gullnum lit eða af plöntunni gull- brá. Sambærileg nöfn eru kunn í Noregi, svo sem Gullbraafossen í Eksingedal á Hörðalandi (Navneregister 1990:186), fjallstindurinn Gullbraaknausen sem er þar skammt undan og bæjarnafnið Gullbraa. I Norske Gaardnavne er bent á að það sé sama orð og gullbrá í norrænu. Nafnið (ritað Guldbraa) er ekki skýrt en þó segir: „Det er vel neppe egentlig en Personbetegnelse. Gaarden ligger paa en Flade under en hoi Fjeldkant" (Rygh 1910:521). Heimildarmaður minn (Gullbraa 2013) þekkir enga sögu um Gullbraafossen í Eksingedal. Afar hæpið verður að teljast að flagðið Gullbrá, eins og henni er lýst í þjóðsögunni, hafi verið tilefni þess að bændur nefndu fossa sína eftir henni. Eðlilegt er að skyggnast lengra. Gullbrár-örneíni, svo og nafn gýgjarinnar í þjóðsögunni, eru í hrópandi mótsögn við hið illa eðli flagðsins sem reyndar er sögð mjög fríð sýnum í upphafi sögu. Gullbrá forðast ljósið sem er eitt höfuðtákn kristindómsins á miðöld- um og leitar í myrkrið, tákn hins illa. Samkvæmt þjóðsögunni reisir Gullbrá hof og eflir stóra seiða en Snorri segir einmitt að Freyja hafi kennt ásum seið (Bjarni Aðalbjarnarson (útg.) 1941:13). Hún er sögð rammheiðin og þolir ekki kristni. Oþol hennar gagnvart kristninni virðist eðlislægt. Sjálfsagt er að kanna hvort nafnið Gullbrá sé að finna einhvers staðar í miðaldaritum íslenskum. Þrjú tilvik koma í ljós, þar af tvö mjög athyglisverð. Tilvikin tvö eru viðurnöfn tveggja íslenskra skálda, annars vegar nafn Bjarna Gullbrárskálds Hallbjarnarsonar (Bjarni Aðalbjarnarson (útg.) 1945:320) og hins vegar Gissurar Gull- brár Guðbrandssonar (Bjarni Aðalbjarnarson (útg.) 1945:358). Giss- ur er reyndar einnig nefndur Gissur Gullbrárfóstri og Gissur Gull- brárskáld í sumum heimildum (Bjarni Einarsson 1982:74). Báðir voru uppi í lok tíundu og á fyrri hluta elleftu aldar og báðir voru skáld Ólafs helga, Noregskonungs. ímynda mætti sér að báðir hafi ort til sömu konunnar er borið hafi nafnið eða viðurnefnið Gullbrá. Slíkt hljómar hins vegar fremur ólíklega. Hafi þeir á hinn bóginn báðir ort ástargyðjunni Freyju lofkvæði, og hlotið viðurnefnið Gullbrárskáld eða Gullbrárfóstri fyrir vikið, hljómar það mun sennilegar. Þriðja til- vikið er Gullbrá, dóttir Vísivalds konungs í Garðaríki, í Vilmundar sögu viðutan sem er ung riddarasaga með ævintýrablæ. Það varpar þó í engu frekara ljósi á nafnið (Bjarni Vilhjálmsson (útg.) 1951). Athygli vekur að Gullbrá breytist í steindrang við fossinn þegar Skeggi vinnur það heit að byggja kirkju að Hvammi. Minnir það óneitanlega á eftirfarandi sögn í örnefnaskrá Munkaþverár um Goða-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.