Orð og tunga - 01.06.2015, Side 169
Ritdómur
157
sængurver, koddaver og reiðver. Vísað er á þá merkingu með síðasta
samheitinu undir 3ver [...] yfirklæði (ekki skáletrað). I IO (1983,
2002) er orðið ver sundurgreint í sex flettur. Orðið er sérstök fletta
5ver í yfirklæðismerkingu sem lesandi túlkar þannig að orðið í þeirri
merkingu sé af öðrum toga en 4ver í merkingunni 'veiðistöð', 'varp-
staður', 'grasi vaxið landsvæði' og síðari liður samsettra heita, þótt það
sé sama kyns og beygist að öðru leyti eins. Fylgir Samheitaorðabókin
hér öðrum vinnureglum en IO um aðgreiningu í flettur eða er ritstjóri
bókarinnar einfaldlega ósammála ritstjóra IO um sérstöðu orðsins í
yfirklæðismerkingu?
í orðabók án skýringa er takmörkuð gagnsemi í því að telja
samheiti sem öll eru jafn óskiljanleg, sérstaklega ef um er að ræða
sérfræðiorð. Samheitaorðabókin er sem betur fer nokkuð frjálsleg
í skilgreiningu á almennum orðaforða og sérheitum. I bókinni má
finna hljóðfæraheitin fiðlu, selló, básúnu og trompet en ekki klarinett,
kannski vegna þess að klarinett á sér ekki annað samheiti en klarinetta,
en spurning hvernig fara skal með slík tilbrigði. Orð eins og hundur,
köttur, önd og jafnvel hrafn og óðinshani má telja til almenns orðaforða
en meira vafamál er með bekkþiðurinn: *bekkþiður lækjarfugl. Vilji
maður leita sér upplýsinga í öðrum orðabókum reynist það nokkuð
torsótt. Hvorki í OH né fuglabókum má finna dæmi um þessa tvo
fugla og leit á netinu (google) skilar heldur engum árangri. I IO
finnst reyndar orðið bekkþiður og er þar auðkennt sem skáldamál í
merkingunni 'lækjarfugl, önd' og á vefnum timarit.is er eitt dæmi:
Árið 1970 er spurt um merkingu þess á þrautasíðu tímaritsins
Samtíðarinnar (37,5:21). Rétt svar er önd, og þá er gert ráð fyrir að
lesendur þekki vísu Egils Skallagrímssonar sem hann orti þriggja
vetra til Yngvars afa síns í þakklætisskyni fyrir þrjá kufunga og
andaregg (bekkþiðurs kjörbeð), eins og segir í sögu hans. Þótt Egill
hafi með vísunni þakkað fyrir andaregg hefði hann ugglaust getað
notað þessa hugdettu sína, bekkþiður, um hvaða sundfugl sem er,
fugl sem getur synt á bekk (læk). Lesandi getur fundið örlitla skýr-
ingu á orðinu með því að fletta upp orðinu þiður í ÍO (2002); þiður
er tegund skógarhænsna og orðið er notað í kenningum um fugla:
benþiður, valþiður hrafn / bekkþiður önd, og lesandi finnur einfalda
skýringu á hinu dýrafræðilega samhengi með því að fletta upp hinu
latneska tegundarheiti tetrao urogallus á netinu og við orðið grouse í
Ensk-íslenskri orðabók með alfræðilegu ívafi (Sören Sörensson og Jóhann
S. Hannesson (ritstj.) 1999). Orðin þiður, benþiður og valþiður eru ekki
flettur í samheitaorðabókinni né talin með samheitum orðsins hrafn,