Orð og tunga - 01.06.2015, Page 174

Orð og tunga - 01.06.2015, Page 174
162 Orð og tunga litla íslenska málsvæði er sérstök ástæða til að velta fyrir sér hvernig orðabækur geta unnið saman, hvar ein tekur við þá annarri sleppir. Skýringarkafli í orðabók mætti gjarnan fjalla um hlutverk bókarinnar og notkun í samhengi við aðrar tiltækar orðabækur. Búast hefði mátt við að ný útgáfa tæki skipulega fyrir orðaforða á ýmsum sviðum daglegs lífs þar sem nútíminn hefur fært okkur urmul nýrra tökuorða eða slettna, misgóðra. Hér á undan hefur verið talað um grænmeti og ávexti en óhjákvæmilegt er að nefna tölvuorðin sem ekki voru til í mæltu máli þegar bókin kom fyrst út. I bókinni má finna orðið tölva og níu flettur sem hafa tölvu- að fyrri lið: tölvudiskur, tölvu- forrit, tölvupóstur, tölvurefur, tölvuskeyti, tölvuskjár, tölvutækur, tölvuvinnsla og tölvuþrjótur. Af þeim eru tölvupóstur og tölvuskeyti samheiti, sömuleiðis tölvurefur og tölvuþrjótur. Einungis orðið tölva var í fyrstu útgáfu. Á skjá hins skrifandi íslendings blasa við orðin insert, page layout, references, vieiv, cut, paste, delete, font, paragraph og stylesheet. Þorra landsmanna er tamt að tala um að inserta, leiátera, vjúa, kötta, peista og delíta, og fólk talar hiklaust um fonta, referensa, paragrafog stælsjít. Þannig mætti lengi telja, hugtök sem áður tilheyrðu sérhæfingu prent- ara eru nú orðin daglegt viðfangsefni almennings. Ungt fólk þekkir orðið fúttnót (eða fótanótu) en veit ekki hvað neðanmálsgrein er, það þekkir leiát en ekki umbrot, körsor en ekki bendil, speisbar en ekki bilslá, enter en ekki vendi, tabb og kólonn en ekki dálk, portreit og landskeip en ekki skammsnið og langsnið, það þekkir jnargin en hvorki spássíu né blaðrönd. Lesandi hlýtur að staldra við og spyrja hvort hér sé ekki komið inn á svið ensk-íslenskrar bókar frekar en samheitaorðabókar. Þetta er fullkomlega réttmæt spurning en svarið við henni hlýtur að vera breytilegt eftir því hvert orðin eru komin á leið sinni inn í málið. Jafnskjótt og einhver lágmarksfjöldi málnotenda telur að orð sé íslenskt - eða gerir sér ekki grein fyrir að um erlent orð er að ræða - á orðið erindi í íslenska orðabók, og þá ekki síður samheitaorðabók en aðrar bækur. Lesandi fann engin af þeim ensku orðum (tökuorðum/slettum) sem að ofan eru talin, ekki einu sinni portrett, sem þó hefur verið notað lengi í merkingunni 'andlitsmynd'. Vissulega verður einhvers staðar að draga mörk milli þeirra orða sem telja má slettur eða tökuorð, og þeirra orða sem eru hreinræktuð enska og eiga heima í ensk-íslenskri bók. En þessi mörk færast ískyggilega nær enskunni með hverri kyn- slóð sem elst upp í hálf-ensku umhverfi, og jafnvel al-ensku umhverfi á sumum sviðum. Það kom því undirrituðum ánægjulega á óvart að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.