Jólakver - 01.12.1928, Blaðsíða 28

Jólakver - 01.12.1928, Blaðsíða 28
26 JÓL/4KVER 1928 íslenskar konur! Hotið eingöngu H R EIH5KERTI Gefið börnunum H R EI H 5 - jólakerti Kaupið íslenskar uörur. í hvert skifti, er jeg gekk fram hjá honum, rjetti hann fram litlu, köldu, svörtu loppuna, og horfði á mig. Andlitið var undarlega líkt mannsandliti, og aug- un lýstu svo mikilli hrygð, að mjer rann til rifja. Jeg settist hjá honum og tók um loppurnar, sem hann rjetti að mjer. Apinn hætti að hringsnúast og þagnaði. Það var blíðalogn, sjórinn spegilsljettur og sást hvergi móta fyrir báru. En það sást skamt frá skip- inu, því þokan lá þykk og grá yfir sjónum, og hún þjettist og jókst; hún huldi toppana á siglutrjánum og lagðist að skipinu eins og mjúkur, rakur feldur. Langar, jafnar bárur, sem líktust fellingum í þykku silki, mynduðust í sífellu við skipsstefnið, og runnu hver á eftir annari út í hafið; þær breiddust út, liðuðust og hurfu. Löðrið þyrlaðist upp með hjólum

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1213

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.