Morgunblaðið - 18.06.2016, Page 6

Morgunblaðið - 18.06.2016, Page 6
Í MARSEILLE Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Margir íbúa hafnarborgarinnar Mars- eille við Miðjarðarhafið kannast við Ísland. Ekki vegna siglinga eða fisk- veiða, þótt hvort tveggja gæti tengt þá við eyjuna fögru; nei, vegna fótbolta að sjálfsögðu. Jafntefli fámennustu þjóðar á EM frá upphafi við Portúgal kom Íslandi á kortið hér syðra og líklega hafa kjána- leg ummæli Cristianos Ronaldo að leikslokum um hugsunarhátt smæl- ingjans orðið til þess að fótbolta- áhugamenn mjög víða hafa auga með landsliði Íslands. Ertu frá Íslandi? Til hamingju, er hvarvetna haft á orði þegar grunur leikur á uppruna þessa bláklædda fólks sem orðið er svo áberandi í borg- inni. Vilja helst sjá alla leikina! Íslendingar af öllum stærðum og gerðum virðast komnir til Marseille. Sumir leita uppi fjörið hvar sem það er að finna, aðrir hafa það náðugt í faðmi fjölskyldu og vina. Sigfríður Sophusdóttir, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í fótbolta úr Breiðabliki, var á stuðningsmanna- svæðinu (Fan Zone) á ströndinni í gærmorgun ásamt eiginmanni sínum, Arnari Laufdal Aðalsteinssyni, og sonunum Arnari og Róberti. „Þeir vilja helst vera á Fan Zone allan dag- inn og horfa á alla leiki dagsins á risa- skjánum; við gætum verið hér frá klukkan þrjú á daginn til ellefu á kvöldin!“ sagði hún um synina. „Þetta hefur verið alveg frábært,“ sagði eiginmaðurinn. „Við vorum í Lyon fyrstu dagana, horfðum á leiki á risaskjá og eldri strákurinn hefur verið duglegur að spjalla við aðra stuðningsmenn, til dæmis Íra og Englendinga, og syngja alls konar fótboltasöngva með þeim. Þeir fá þessa keppni beint í æð, sem er al- gjörlega frábært. Þetta er í rauninni þeirra ferð.“ Sigfríður sagði „geggjað, ólýsan- legt“ á leiknum gegn Portúgal í Saint-Étienne. „Það var ótrúleg upp- lifun. Ég fæ gæsahúð núna bara við að rifja leikinn upp! Mér finnst frá- bært að hafa verið á fyrsta leik karla- landsliðsins á EM og leikurinn hefur greinilega vakið mikla athygli. Leigu- bílstjórinn sem keyrði okkur áðan fagnaði okkur mikið og við verðum alls staðar vör við mikla velvild. Allir elska litla Ísland.“ 80 manna hópferð Hólmfríður Garðarsdóttir frá Húsavík býr í Noregi, þar sem hún rekur litla ferðaskrifstofu. Hún tók að sér í haust að skipuleggja ferð á EM fyrir nokkra fótboltaáhugamenn en verkefnið vatt upp á sig. „Við erum 80 hérna og það hefur verið æðislegt. Al- veg dásamlegt,“ sagði hún við Morg- unblaðið í Saint-Étienne í vikunni. Allir í hópnum tengjast Húsavík með einhverjum hætti; Hólmfríður er til dæmis sjálf þaðan, og ætla áttatíu- menningarnir að sjá alla þrjá leiki Ís- lands í riðlinum. „Þetta byrjaði í haust, þá fóru fimm húsvískir drengir og einn Norðfirðingur á leik Íslands og Hollands í Amsterdam og í öl- og sigurvímu eftir leikinn ákváðu þeir að við færum til Frakklands,“ segir Hólmfríður og hlær. Fjölskylduferð Hjónin Sigfríður Sophusdóttir og Arnar Laufdal Aðalsteinsson ásamt sonunum Arnari, til vinstri, og Róberti Laufdal á stuðningsmannasvæðinu í Marseille í gærmorgun. Alvöru hópferð Þau eru hluti 80 manna hóps, nátengdum Húsavík. Sæmundur Sigurjónsson, Einar Sigurjónsson, fararstjórinn Hólmfríður Garðarsdóttir og Klara Sigríður Sveinsdóttir. „Ertu frá Íslandi? Til hamingju“  Skipulagning fimm manna ferðar á EM í Frakklandi vatt mikið upp á sig og 80 manns sem tengjast Húsavík fóru saman  „Verðum alls staðar vör við mikla velvild. Allir elska litla Ísland“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hæ, jó, jibbí jei Þessir drengir komu niður á strönd í gærmorgun og sungu hið þekkta stef Hæ, hó, jibbí jei ... Óhætt er að segja það hafi vakið athygli. Ísland, Ísland! Strákurinn sem kom hlaupandi til karlanna á ströndinni, fékk fánann að gjöf og tók undir íslenska stuðningssöngva af innlifun. 6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Smáratorgi, Kópavogi Opið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-18.00 Sunnudaga 12.00-18.00 Vínlandsleið, Grafarholti Opið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-16.00 Sunnudaga 13.00-17.00 Markaður Smáratorgi Outlet Grafarvogi 60% 50% 50% 40% 40% LÁGMARKS- AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NÚ 40%60% EM Í FÓTBOLTA KARLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.